SA á Smáþjóðaleikunum 2015

Ágúst Júlíusson sundmaður SA var í sundlandsliði Íslands á Smáþjóðaleikunum sem haldnir voru á Íslandi dagana 2. – 6. júní.
Ágúst keppti í 100m flugsundi og 50m skriðsundi en var einnig í boðsundsliði Íslands í 4x100m fjórsundi og 4x100m skriðsundi.

Ágúst Júlíusson synti fyrir Íslands hönd á Smáþjóðaleikunum 2015.Ágúst varð í 5. sæti í 100m flugsundi og bætti um leið sinn besta tíma á árinu þegar hann synti á 56,22 sek sem er aðeins 0,24 sekúndum frá hans persónulega besta tíma. Hann varð síðan í 4. sæti í 50m skriðsundi og bætti eigið Akranesmet um 0,46 sekúndur. Hann synti á 24,20 sekúndum.
Í 4x100m fjórsundi synti Ágúst flugsundið og varð liðið í 2. sæti. Aðrir liðsmenn voru þeir Kolbeinn Hrafnkelsson sem synti baksund, Anton Sveinn McKee sem synti bringusund og Alexander Jóhannesson sem synti skriðsund. Í 4x100m skriðsundi hafnaði boðsundssveitin í 4. sæti. Með Ágústi í liði voru Alexander Jóhanneson, Kristinn Þórarinsson og Anton Sveinn McKee.