Innritun hjá Sundfélagi Akraness

Skráningar hjá SA eru nokkuð fleiri en á síðasta ári.

Hjá börnum fæddum 2009 og síðar eru langir biðlistar. Búið er að fylla hópa hjá börnum fæddum 2008 og þar er líka biðlisti.
Það eru nokkur laus pláss fyrir börn fædd 2007 og fyrr.

Verið er að vinna í að fá meira pláss til að gefa fleiri börnum möguleika á að taka þátt í sundæfingum hjá félaginu en hafa skal í huga að Sundfélagið hefur einungis til umráða Bjarnalaug fyrir yngri sundmenn og hluta Jaðarsbakkalaugar fyrir eldri sundmenn í takmarkaðan tíma á dag og reglur eru um stærð hópa.

Vinsamlegast skráið ykkur á meðfylgjandi eyðublað ef áhugi er fyrir því að vera með og við höfum samband þegar/ef það losnar pláss.

Fyrirspurnir eða athugasemdir sendist á sundfelag@sundfelag.com