Landsmót UMFÍ 50+
Hjördís Hjartardóttir var fulltrúi Sundfélags Akraness á Landsmóti UMFÍ 50+ á Ísafirði dagana 10.-12. júní sl. Hjördís hefur verið á skriðsundsnámskeiðum hjá sundfélaginu og að auki dugleg við æfingar og ákvað því að skrá sig til keppni í 5 greinum á landsmótinu, 50m skrið, bak og bringu, 66,6m fjórsundi og 100m skriðsundi. Það er skemmst frá því að segja að Hjördís sigraði allar sínar greinar og setti nýtt Landsmótsmet í fjórum þeirra á sínum gamla heimavelli í Sundhöll Ísafjarðar. Glæsilega gert hjá Hjördísi og hvatning til fleiri sundgarpa að mæta til leiks á næsta ári.