Nýtt Akranesmet i 100m fjórsundi

Um helgina tóku nokkrir af elstu krökkunum þátt í Ármannsmóti.

Ágúst Júlíusson íþróttamaður Akranes 2014 og 2015 heldur áfram að bæta sig og í dag setti hann nýtt Akranesmet í 100m fjórsundi á tímanum 59.56 en fyrra metið er frá 2009 og það átti Hrafn Traustason á tímanum 59.90.

Sævar Berg vann gull í 200m bringu og silfur í 100m bringu.

Samtals voru 15 bætingar af 23 stungum sem er mjög góður árangur svona snemma á tímabilinu.

Auk þeirra Ágústar og Sævars kepptu á mótinu þau Brynhildur, Erlend, Sindri, Leonardo, Atli Vikar.

Um næstu helgi keppa 20 krakkar frá SA á Bikarmóti sem haldið verður í Reykjanesbæ.