Nýtt Akranesmet og góðar bætingar á Gullmóti KR um helgina.

36 sundmenn frá IA tóku þátt í Gullmóti KR sem haldið var um helgina í 50m laug í Laugardalnum. Sundmennirnir okkar voru á aldrinum 11 – 20 ára.

Kristján Magnússon var einn af þeim sem bætti sig mikið um helgina og setti nýtt Akranesmet í 100m flugsundi í flokki 12 ára og yngri á tímanum 1.33.53, en hann bætti met Sindra Andreas frá 2013.

Rakel Katrín Sindradóttir, Bjarni Snær Skarphéðinsson, Sóley Saranaya Helgadóttir og Mateuz Kuptel voru einnig meðal þeirra sem náðu að bæta sína tíma vel. Alls voru 155 bætingar hjá sundmönnunum okkar af 199 stungum í laugina og er það mjög góður árangur.  Linkur á úrslit

Margir náðu einnig lágmarki á Aldursflokkameistaramót Íslands sem fram fer í júní en þau Guðbjarni Sigþórsson, Tómas Týr Tómasson, Freyja Hrönn Jónsdóttir og Aldís Thea Danielsdóttir Glad náðu sínum fyrstu lágmörkum á það mót um helgina.

Á laugardagskvöldið fór svo fram Superchallenge sem er alltaf jafn skemmtilegt en þar eru útslit úr 50m skriðsundi synt undir tónlist og ljósasýningu og þar áttum við 6 sundmenn sem áttu góðar bætingar.

Kristján Magnússon endaði þar í þriðja sæti sveina, bróðir hans Erlend hafnaði einnig í þriðja sæti í flokki 15-17 ára ásamt Brynhildi Traustadóttur. Una Lára Lárusdóttir hafnaði í 6. sæti og Sindri Andreas í því 8. í opnum flokki. Ngozi Jóhanna Eze nældi sér svo í 8. sætið í flokki 13-14 ára. Mjög góður árangur hjá krökkunum.

Boðsundssveitirnar okkar náðu góðum árangri og voru í verðlaunasæti í harðri keppni við góð lið frá íslandi og einnig syntu þar margir sterkir sundmenn frá Kuwait sem gerði gæði mótsins enn betra og skemmtilegra.

Þeir sundmenn sem syntu til verðlauna að þessu sinni voru þau :

  1. sæti Brynhildur Traustadóttir 200 skrið 15 ára og eldri
  2. sæti  Ragnheiður Karen Ólafsdóttir 100 bringa 13-14 ára
  3. sæti  Ragnheiður Karen Ólafsdóttir 200 bringa 13-14 ára
  4. sæti Brynhildur Traustadóttir 50 skrið 15-17 ára
  5. sæti Kristjan Magnusson 50 skrið 12 og yngri
  6. sæti Erlend Magnusson 50 skrið 15-17 ára

Boðsund :

  1. sæti  4x100m  fjórsund 15 ára og eldri : Sindri Andreas, Erlend, Atli Vikar, Natanael
  2. sæti 4x100m fjórsund  13-14 ára : Anita Sól, Ragnheiður, Ngozi, Erna
    1. sæti 4x100m  fjórsund 13-14 ára : Ragnheiður, Anita Sol, Lara Jakobina, Ngozi
    2. sæti 4x100m  fjórsund 15 ára og eldri : Una Lara, Asgerðdur, Brynhildur, Eyrun
  3. sæti 4x50m fjórsund 12 ára og yngri : Bjartey, Iris Rakel, Ingibjörg Svava, Freyja Hrönn