Landsbankamót og uppskeruhátið SA þar sem Ágúst Júlíusson var valinn sundmaður Akranes.

þriðjudaginn 21. november var haldið Landsbankamót í Bjarnalaug fyrir börn 10 ára og yngri og strax á eftir var uppskeruhátíð sundmanna haldin í Brekkubæjarskóla.

Um 35 krakkar 7 til 10 ára tóku þátt í mótinu og syntu annaðhvort 25m eða 50m skrið og bringusund.
Margir efnilegir sundmenn sýndu að þau hafa náð miklum framförum í vetur og þau höfðu gaman af því að sýna foreldrum og öðrum áhorfendum árangur sinn.
Ekki síður fannst þeim gaman að fá heimsókn eldri sundmanna en þau Ágúst, Brynhildur, Sindri og Atli Vikar stungu sér í laugina og sýndu þeim nokkra spretti og tækni við sundið. Yngri krökkunum þótti það afar merkilegt að þessir flottu sundmenn lærðu að synda í Bjarnalaug.

 

Eftir mótið mættu krakkarnir svo á uppskeruhátíð sem haldin var í Brekkubæjarskóla og þar fengu þau öll þáttökuverðlaun.

Viðurkenningar voru einnig veittar til eldri sundmanna.
Sundmaður Akraness Ágúst Júlíusson
Ágúst varð tvöfaldur íslandsmeistari, brons verðlaun á smáþjóðaleikum, silfur í boðsundi og landsmet. Hann keppti einnig á NM í danmörku 2016 og synti sig inn í úrslit. Ágúst æfir vel og er góð fyrirmynd og félaginu til sóma. Við erum afar stolt af því að hafa hann í félaginu okkar.

 

 

 

Félagabikarinn fékk Ngozi Jòhanna Eze og er hún vel að honum komin. 
Bikarinn er veittur til minningar um þá Arnar Frey Sigurðsson og Karl Kristinn Kristjánsson.
Ngozi er alltaf brosandi og glöð á bakkanum og dugleg að hvetja félagana. Ngozi er dugleg að æfa og verður gaman að fylgjast með henni í framtíðinni

 

 

 

 

Ingunnabikarinn er veittur fyrir stigahæsta bringusundið 12 ára og yngri og er gefinn til minningar um Ingunni Guðlaugsdóttur.
Bikarinn hafnaði hjá Bjartey Guðmundsdóttur fyrir 100 bringusund á tímanum 1.27.27 sem gera 364 fina stig.

 

 

 

 

Viðurkenningu fyrir bestu ástundun og framfarir fengu :
Meyjur: Iris Rakel Aðalsteinsdóttir
Sveinar: Guðbjarni Sigþórsson
Telpur: Ngozi Jóhanna Eze
Drengir : Rafel Andri Williamson
Stúlkur: Ásgerður Jing Laufeyjardóttir
Piltar: Enrique Snær Llorens

 

 

Viðurkenningu fyrir stigahæstu sundin hlutu:Meyjur: Ingibjörg Svava Magnusardóttir 406 stig, 100 skriðsund 1,08,73
Sveinar: Kristjan Magnusson 309 stig, 1500 skriðsund 20.53.32
Telpur: Ragnheiður Karen Olafsdóttir 479 stig, 100 bringusund 1.19,66
Drengir: Alex Benjamin Bjarnasson 285 stig, 200 skriðsund 2.30,89
Stúlkur : Brynhildur Traustadóttir 650 stig, 400 skriðsund 4.30,68
Piltar: Sindri Andreas Bjarnasson 534 stig, 1500 skriðsund 17.25.10
Konur: Una Lara Larusdóttir 605 stig, 50m baksund 31.98 (50m laug)
Karlar: Ágúst Júliusson 727 stig, 50m flugsund 24.94 (50m laug)