AMÍ 2018

Helgina 22.-24. júní var Aldursflokkameistaramót Íslands í sundi haldið á Akureyri. Mótið er bæði keppni á milli liða þar sem átta fyrstu sundmenn í hverri grein og hverjum aldursflokki gefa stig og einnig eru stigahæstu sundmenn hvers aldursflokks krýndir.
 
Til að fá keppnisrétt á sundmótinu þurfa sundmenn að ná tímalágmörkum sem miðast við aldur sundmannanna. Í ár náðu 26 sundmenn Sundfélags Akraness lágmörkum en liðið mætti til leiks með 21 keppanda og endaði í 6. sæti aðeins fjórum stigum frá 5. sæti en það lið var með mun fleiri keppendur en Skagamenn.
 
Á mótinu eru veitt verðlaun fyrir efstu sex sætin.
Eftirtaldir sundmenn SA fengu verðlaun:
Í flokki 15-17 ára:
Brynhildur Traustadóttir 2. sæti í 100m flugsundi, 4. sæti í 100m, 200m og 800m skriðsundi, 5. sæti í 400m skriðsundi, Ásgerður Jing Laufeyjardóttir 4. sæti í 100 og 200m bringusundi, 6. sæti í 100m baksundi
Sindri Andreas Bjarnason 4. sæti í 100 og 200m bringusundi, 5. sæti í 200m skriðsund
i.
Í flokki 13-14 ára:
Ragnheiður Karen Ólafsdóttir 3. sæti í 100 og 200m bringusundi, 5. sæti í 400m fjórsundi
Guðbjörg Bjartey Guðmundsdóttir 4. sæti í 100m baksundi og 100m bringusundi, 6 sæti í 400m fjórsundi.
Ingibjörg Svava Magnúsardóttir 5. sæti í 800m skriðsundi, 6. sæti í 200m flugsundi.
Kristján Magnússon 6. sæti í 100 og 200m baksundi, 800m skriðsundi og 400m fjórsundi.
 
Í flokki 12 ára og yngri
Guðbjarni Sigþórsson 2. sæti í 100m bringusundi, 3. sæti í 100m flugsundi, 100m skriðsundi og 100m fjórsundi, 6. sæti í 200m og 400m skriðsundi.
 
Þá varð boðsundssveit í flokki 13-14 ára í 3. sæti í 4x100m fjórsundi. Þar synti Erna Þórarinsdóttir baksund, Ragnheiður Karen Ólafsdóttir synti bringusund, Guðbjörg Bjartey Guðmundsdóttir synti flugsund og Ingibjörg Svava Magnúsardóttir synti skriðsund.
 
Alls tóku 16 sundlið þátt í mótinu og voru keppendur 277.
 
Lið SH í Hafnarfirði bar sigur úr býtum en í 2. sæti var lið ÍRB frá Reykjanesbæ, í 3. sæti var lið Sunddeildar Breiðabliks úr Kópavogi, í 4. sæti var lið ÍBR sem eru sameinuð þrjú sundlið úr Reykjavík og í 5. sæti var lið Sunddeildar Ægis frá Reykjavík.
 
Mótið fór vel fram, að mestu í blíðskaparveðri, og var gleðin við völd þar sem sundmenn stóðu þétt saman og voru duglegir að hvetja hvort annað. Sundfélag Akraness þakkar fararstjórum og foreldrum kærlega fyrir þeirra ómetanlega framlag.
Sundfélagið vill færa Verslun Einars Ólafssonar kærar þakkir fyrir stuðninginn en verslunin sá keppendum fyrir bakkamat.