Tvö Akranesmet á Ásvallamóti SH.

21 sundmaður, 13 ára og eldri frá S.A tóku þátt í Ásvallarmóti í Hafnarfirði um helgina. Alls tóku þátt  330 sundmenn frá 18 félögum, þar af eitt frá Cananda.
Okkar sundmenn áttu góða helgi, tímarnir voru góðir miða við strangar æfingar núna hjá þeim elstu vegna íslandsmeistaramóts sem framundan er. Krakkarnir bættu sig í 66 stungum af 99 sem er mjög flott.

Brynhildur Traustadóttir setti Akranesmet í 1500m skriðsundi á tímanum 18.31.31 en það er bæting um 22 sek. frá metinu sem hún átti sjálf síðan í fyrra.

Akranesmet var einnig sett í blönduðu 4×50  skrið boðsundi, 13-14 ára með þeim, Kristjáni Magnússyni, Einari Margeiri Ágústssyni, Ingibjörgu Svövu Magnúsardóttur og  Guðbjörgu Bjartey Guðmunsdóttur, en þau fóru á tímanum 2.00.60 sem er bæting um eina sek. frá gamla metinu sem var frá 2015.

Önnur útslit voru þessi :

Gull
Ragnheiður Karen Ólafsdóttir   100 & 200 bringusund  14-15 ára flokki

Silfur
Guðbjörg Bjartey Guðmundsdóttir  100 & 200 bringusund  14-15 ára flokk
Brynhildur Traustadóttir   1500 skriðsund      opin flokk

Brons :
Enrique Snær Llorens Sigurðsson  200 fjórsund   17-18 ára flokk
Enrique Snær Llorens Sigurðsson  800 skriðsund   Opin flokk
Brynhildur Traustadóttir   400 skriðsund  opin flokk
Kristján Magnusson   100m baksund     14 & yngri
Guðbjarni Sigþórsson  200 fjórsund  14 & yngri