Eitt brons og þrjú Akranesmet á degi tvö á íslandsmeistaramótinu.

Eitt brons og þrjú Akranesmet á degi tvö á íslandsmeistaramótinu.

Krakkarnir áttu mjög góðan dag og eru enn að bæta sig.

Brynhildur Traustadóttir vann brons í 1500m skriðsundi á nýju Akranesmeti, hún synti á tímanum 18.08.15 sem er bæting hjá henni um 23 sekúndur frá meti sem hún setti í Ásvallarlaug fyrir aðeins þrem vikum síðan.

Kristján Magnússon setti tvö Akranesmet í dag, hann setti drengjamet í 100m baksundi á tímanum 1.10.79 en gamla metið átti Birgir Viktor Hannesson á tímanum 1.11.74. Fyrr í dag setti hann Akrnaesmet í 1500m skrið á tímanum 19.11.73, en það met átti Leifur Guðni Grétarsson frá 2004.

Í 50m bringusundi syntu þær Guðbjörg Bjartey og Ragnheiður Karen.

Ragnheiður Karen hafnaði í fimmta sæti á frábærri bætingu um 0.7 sek.

Guðbjörg Bjartey var líka með flotta bætingu, hafnaði í 7. sæti á tímanum 36.62.

Enrique Snær bætti sig um 2.5 sek í 200m fjórsundi og endaði í 6. sæti í sínu fyrsta úrslitasundi.

Í undanúrslitum í dag synti Erlend Magnússon 100m baksund á tímanum 1.09.44 sem er við hans besta tíma.

Í 100m skriðsundi synti Brynhildur á tímanum 1.02.82 sem dugði henni til úrslita en ákveðið var að skrá hana úr því sundi til að hún gæti einbeitt sér að 1500m skrið.

Guðbjörg Bjartey synti einnig 100m skrið og stórbætti tímann sinn, en hún fór á tímanum 1.04.88.

Sindri Andreas bætti tímann sinn í 100m skriðsundi og fór á tímanum 57.72 sem er mjög gott en hann þurfti að skrá sig úr öðrum sundum því hann var orðin veikur, vonum við að hann nái sér fyrir daginn á morgun.