Bikar
Krakkarnir stóðu sig frábærlega á Bikar um helgina og Brynhildur Traustadóttir synti sig inn á Norðurlandameistaramótið sem fram fer í desember í Færeyjum.
Liðið okkar var mjög ungt að þessu sinni en það kom ekki í veg fyrir gott gengi. Frábærar bætingar og þau stóðu sig vel jafnt í lauginn og á bakkanum með mjög góðum liðsanda og hvatningu.
Brynhildur synti sig inn á Norðurlandameistaramótið í bæði 400 og 800m skriðsundi á frábærum tíma.
Hún hafnaði í fyrsta sæti í báðum sundunum.
Sindri Andreas Bjarnason hafnaði í þriðja sæti í 400m skriðsundi og Enrique Snær Llorens náði þriðja sæti í 1500m skriðsundi.
Bikar er liðakeppni og stelpurnar okkar höfnuðu í 5 og strákarnir í því 6.
Helgin er þó lagt frá því að vera búin því á morgun munu krakkarnir 14 ára og eldri synda faxaflóasundið en við munum leyfa ykkur að fylgjast með ferðinni þeirra hér á morgun.