Faxaflóasund 2019

Nú er sundfólkið lagt af stað og gengur bara vel.
Björgunarsveit Akraness fylgir okkur allt sundið og faxaflóáhafnir sjá um að sigla bátnum. Við viljum við þakka þeim kærlega fyrir aðstoðina. Kallabakarí sendi svo með þeim nesti og þökkum við þeim fyrir það.
Vonandi sjáum við sem flesta við langasand þegar við ljúkum sundinu. Tímasetning varðandi hvenær við komum kemur hér inná síðar en þau verða sennilega hér á milli 13.30 og 14.30.

Þetta er liður í fjáröflun hjá þeim fyrir æfingaferð erlendis og ef einhver er ekki nú þegar búin að heita á þau en langar til þess, geta lagt inn á söfnunarreikning þeirra 186-15-376670 kt. 630269-4239.