Extramót SH, Ingibjörg Svava með Akranesmet

Ingibjörg Svava Magnúsardóttir sló 14 ára gamalt Akranesmet i 13-14 ára flokki.

Extramót SH fór fram í Ásvallalaug í Hafnarfirði um helgina þar sem bestu sundmenn á Íslandi syntu síðasta mótið á undirbúningstímabili fyrir Íslandsmeistramótið sem fram fer eftir þrjár vikur.

Sundfélag Akraness átti 13 sundmenn á mótinu, árgangurinn var mjög góður og margar bætingar.

Ingibjörg Svava Magnúsardóttir sló Akranesmet í 1500m skriðsundi telpna á timanum 19.04.36, gamla metið átti Lea Hrund Guðjónsdóttir á tímanum 19.21.77 frá 2005.

Brynhildur Traustadóttir átti lika gott sund í 1500m skriðsundi sem skilaði henni 1. sæti.
Verðlaun eru veitt fyrir sigahæstu sundmenn í kvenna og karlaflokki, átta bestu, og Brynhildur var hér i 5. sæti með fyrir 1500m skriðsundið.

Enrique Snær Llorens var i 2. Sæti i 800m skiðsund á tímanum 8.52.48, bæting um 12 sekundur og er núna aðeins 5 sekúndur frá elsta Akranesmetinu í fullorðinsflokki sem Gunnar Á Ársælsson setti 1988 á tímanum 8.47,46.

Verlaunasæti:
1: sæti
Brynhildur Traustadóttir 1500m skriðsund opinn flokkur.
Guðbjörg Bjartey Guðmundsdóttir 200m fjórsund 13-14 ára
Guðbjörg Bjartey Guðmundsdóttir 100m Bringusund 13-14 ára

2. sæti
Enrique Snær Llorens 800m skriðsund opinn flokkur
Guðbjörg Bjartey Guðmunsdóttir 200m bringusund 13-14 ára.
Guðbjörg Bjartey Guðmunsdóttir 100m baksund 13-14 ára.
Guðbjörg Bjartey Guðmunsdóttir 100m fjórsund 13-14 ára.
Brynhildur Traustadóttir 200m skriðsund opinn flokkur.

3. sæti
Enrique Snær Llorens 100m bringusund 16-17 ára.
Atli Vikar Ingimundarsson 100m flugsund opinn flokkur.

Ingibjörg Svava, Guðbjörg Bjartey, Enrique Snær, Ragnheiður Karen