Smámót UMFA / ÍA

Í gær þriðjudag 22 oktober var haldið lítið smámót ÍA og UMFA.
Mótið fór fram í Lágafellslaug í Mosó og er haldið fyrir krakka 10 ára og yngri. Þetta mót er hugsað fyrir byrjendur sem eru að stíga sín fyrstu skref í sundíþróttinni.

Það var margt í lauginni á þessu móti og voru 45 keppendur skráðir til leiks. Keppt var í 2 ferðum skriðsundi og 2 ferðum bringusundi, krakkarnir stóðu sig að sjálfsögðu með prýði.

Þetta var fyrsta mótið af 4 sem haldin verða í vetur.
Tvö verða haldin fyrir áramót eitt í Mosó og annað upp á Skaga og önnur tvö eftir áramót einnig í sitthvori lauginni.

Hlökkum við til vetrarins með þessum krökkum.