Útvarp Akraness hlaut menningarverðlaun Akraneskaupstaðar 2019

Útvarp Akraness hlaut menningarverðlaun Akraneskaupstaðar 2019.

Útvarpið hefur verið starfrækt af Sundfélagi Akraness síðan 1988 og er að margra mati ómissandi þáttur í jólaundirbúningi
Skagamanna enda er sundútvarpið alltaf í „loftinu“ fyrstu helgina í aðventu ár hvert.

Stjórn Sundfélags Akraness og útvarpsnefnd eru afar stollt af þessari viðurkenningu og þakklát þeim fjölmörgu aðilum og velunnurum sundfélagsins sem hafa lagt hönd á plóg síðustu ár.