Á morgun föstudag hefst íslandsmeistaramótið í 25m laug

Á morgun föstudag hefst íslandsmeistaramótið í 25m laug í Ásvallalaug, Hafnarfirði. Mótið stendur fram á sunnudag og er sundfélag Akranes með sjö keppendur á mótinu þetta árið.

Níu náðu lagmörkum, en þeir Erlend Magnússon og Kristján Magnússon eru þvi miður meiddir og geta því ekki keppt um helgina.

Krakkarnir hafa æft vel í haust og verður spennandi að fylgjast með þeim.

Undanrásir hefjast kl. 09.30 og úrslitasund kl. 16.30 alla dagana. Við hvetjum ykkur öll til að koma i Ásvallalaug og styðja fólkið okkar. Frekari upplýsingar má finna á heimasíðu SSI.


Brynhildur Traustadóttir

Ragnheiður Karen Ólafsdóttir

Ingibjörg Svava Magnúsardóttir

Guðbjörg Bjartey Guðmundsdóttir

Atli Vikar Ingimundarsson

Sindri Andreas Bjarnasson

Enrique Snær Llorens