Brynhildur Traustadóttir með tvö ný silfur á degi tvö á IM25
Brynhildur Traustadóttir með tvö ný silfur á degi tvö. Í 200m skriðsundI synti hún aðeins á eftir sínum besta tíma, en það dugði henni þó til að hreppa silfrið. Rétt á eftir 200 skrið synti Brynhildur aftur og þá 800m skriðsund og þar vann hún silfur á tímanum 9.10.84.
800m skriðsund syntu líka þær Ragnheiður Karen og Ingibjörg Svava, Ingibjörg Svava bætti sig um 5 sek og fór á tímanum 10.03.05 og Ragnheiður Karen fór á sama tíma og hún átti, 10.10.03
Enrique Snær átti mjög góðan dag í lauginni og varð 7. í 1500m skrið á tímanum 16.55.35 bæting um 20 sek. Hann varð einnig í 7. sæti í 200m flug en þó ekki eins hraður og í morgunhlutanum en þá bætti hann sig um 5 sek og fór á 2.19.31. Enrique synti líka í undanúrslitum í 200m fjórsundi á timanum 2.15,00 og bætti sig um 3 sek og átti úrslitasæti en valdi að skrá sig út til að einbeita sér að 1500m skrið.
Sindri Andreas lenti i 7. sæti i 50m baksund á timanum 28.73 sem er góð bæting.
Ingibjörg Svava synti lika 200m skriðsund á 2.19.06 og bætti sig um sekúndu.
I 100 bringu var Guðbjörg Bjartey i 4 sæti, við sinn besta tíma. Ragnheiður Karen var i 7 sæti, aðeins eftir sínum besta tíma en hún hefur út af meiðslum ekki getað æft bringusund i haust. Bjartey synti lika 100m baksund á 1.11.50, aðeins frá sínum besta tíma.
Brynhildur synti 50m flugsund á 30.30 sem var 4. hradasti tíminn i undanúrslitum, en valdi að skrá sig út til að einbeita sér að 200 og 800 skriðsund.
Sindri Andreas synti 100m skriðsund á 54.78 sem er góð bæting.. Atli Vikar var á 55.45 aðeins á eftir sínum besta tíma.
I boðsundi voru stelpunar i 6. sæti i 4×100 skriðsundi eftir marga góða spretti, Brynhildur fór undir 1.00 í fyrsta skipti og synti á tímanum 59.87. Ragnheiður, Bjartey og Ingibjörg syntu líka allar hraðar en sinn besta tíma.
Strákarnir voru i 8. sæti, með Atla Vikar, Sindra Andreas, Guðbjarna og Enrique Snæ