Einn Íslandsmeistari og fjögur silfur á Íslandsmeistramótið.

Einn Íslandsmeistari og fjögur silfur á Íslandsmeistramóti í 25m laug sem fram fór um helgina.

Íslandsmeistaramót í 25m laug fór fram um síðustu helgi í Ásvallalaug, Hafnafirði .  Átti Sundfélag Akranes þar átta keppendur. Alls tók 188 sundmenn þátt frá 15 félögum.

Sundkrakkarnir áttu mjög góða helgi og stemningin í hópnum var mjög góð.
Sundfélagið uppskar Íslandsmeistaratitil og 4 silfurverðlaun.  Persónlegar bætingar voru alls 38 og syntu þau 20 sinnum til úrslita á mótinu.

Ágúst Júlíusson tók fram skýluna aftur eftir nokkurt hlé, og skilaði örugglega íslandsmeistaratitli í 50m flugsundi á timanum 24.54, aðeins 0,03 frá hans besta tíma.

Brynhildur Traustadóttir vann 4 silfur um helgina, fyrst í 400m skriðsundi, bætti sig þar um 1 sekúndu og fór á tímanum 4.22.43.
Í 200m skriðsundi synti Brynhildur  á tímanum 2.07.48 sem var við hennar besta tíma, og skilaði henni líka silfri.
Þriðja silfrið fékk hún svo í  800m skriðsundi,  35 mínútum eftir 200 skriðsund en þar bætti hún tímann sinn um 4 sekúndur á tímanum 9.10.84. Fjórða silfrið kom í 1500m skriðsundi, þar synti hún við sinn besta tíma á 17.24.35. Brynhildur bætti sig lika i 50m skriðsundi, og synti sig inn í útslit í því sundi á tímanum 27.59
Í boðsundi bætti hún 100m tímann sinn, og fór í fyrsta skipti undir mínútu sem er mjög skemmtileg uppskera, og fór á tímanum 59. 87.

Guðbjörg Bjartey Guðmundsdóttir var í frábæru sprettsund formi um helgina. Í 50m bringusundi varð hún nr. 4, á tímanum 35.14 um 0.7 sekúnd bæting. Hún var lika nr. 4 i 100m bringusundi á tímanum 1.17.31, sem er við hennar besta tíma.
Hún stór bætti sig i 100m fjórsundi, eða yfir 2. sekúndur á tímanum 1.09.38 og varð nr. 6. Í 200m bringusundi var hún við sinn besta tíma, 2.50.57 og i 7. Sæti. Í 4×50 boðsundi átti Bjartey mjög góðan sprett og synti á 28.14 sem er bæting um 0,8 sekundur.

Ragnheiður Karen Ólafsdóttir varð nr. 5 í 100m fjórsundi með 3 sekúndna bætingu á tímanum 1.09.28.
Eftir meiðsli hefur Ragnheiður ekki getað æft og keppt í bringusundi í hálft ár, en er ný byrjuð aftur að synda það sund og  gekk mótið mjög vel og var hún við sína bestu tíma. Í 50m bringusundi var hún i 5 sæti á timanum 35.50, og í 100m bringusundi á 1.18.06 í 7 sæti.

Ingibjörg Svava Magnúsardóttir bætti sig töluvert um helgina. Sérstaklega í 400m skriðsundi á tímanum 4.50.15, 4 sekúnda bæting á síðustu þrem vikum sem er frábært.  Hún var aðeins á eftir sínum besta tíma í 1500m skriðsundi, og var i 6. sæti. Hún bætti sig svo um 5 sekúndur í 800m skrið á tímanum 10.03.05 og um sekúndu i 200m skriðsundi á tímanum  2.19.06

Enrique Snær Llorens var i mjög góðum gír um  helgina og bætti sig töluvert i öllum sundum.
Í 400m skriðsundi bætti hann  sig um 6 sek, og varð í 6. sæti á timanum 4.13.93.Í 1500m skrið fór hann  á tímanum 16.55.35, bæting um 20 sek. Hann varð einnig í 7. sæti í 200m flug en þó ekki eins hraður og í morgunhlutanum en þá bætti hann sig um 5 sek og fór á 2.19.31. Enrique synti líka í undanúrslitum í 200m fjórsundi á timanum 2.15,00 og bætti sig um 3 sek og átti úrslitasæti en valdi að skrá sig út til að einbeita sér að 1500m skrið.

Sindri Andreas Bjarnasson var i topp gír um helgina og bætti sig lika í öllum greinum.
Í 50m skriðsundi varð hann i 5. sæti á tímanum 25.00, bæting um 1,42 sekundur. Hann synti lika í fyrsta skitpi undir 2 min í 200m skriðsundi, besti tíminn var í undanrásum, 1.59.13 og í úrlsitum synti hann á 1.59.62 sem gaf honum 6 sæti.
Í 400m skriðsundi fór hann á  4.14.42, sem var 5 sek. bæting og gaf 7. sætið.
Hann var nr. 7 í 50m baksundi á 28.73, bæting um 3 sek.
Í 100m skriðsundi bætti hann sig um 0,4 sekúndur og fór á 54.78. 100 flugsund skilaði 2 sekundur bætingu, hann fór þar á tímanum 1.01.34.. 

Atli Vikar Ingimundarsson synti gott 100m flugsund í  morgunhluta á tímanum  59.68, var aðeins hægari í útslitahlutanum á tímanum 1.00.19 sem gaf 6. sæti. Helgin gekk ekki alveg  upp hjá Atla en flest sund við sitt besta. Atli hefur æft vel og hann synti mjög gott boðsund,  sérstaklega 200m skriðsund þar synti hann öruggt sund  á 2.03 og 100m bak á 1.04.95. 

Úrslit helgarinnar hjá sundfélagi Akranes urðu þessi :

1.    Sæti 
Ágúst Júliússon 50m flugsund

2.    Sæti
Brynhildur Traustadóttir 200, 400, 800 og 1500m skriðsund

4.    Sæti
Guðbjörg Bjartey Guðmunsdóttir  50 og 100m bringusund

5.    Sæti
Sindri Andreas Bjarnasson 50m skriðsund
Ragnheiður Karen Ólafsdóttir 50m bringusund og 100 fjórsund
4×200 skriðsund stelpur  (Brynhildur, Ingibjörg, Bjartey, Ragnheiður)
4×100 fjórsund stelpur (Bjartey,Brynhildur, Ragnheiður, Ingibjörg)
4×50 skriðsund strákar (Sindri Andreas, Ágúst, Einar Margeir, Atli Vikar)
4×50 skriðsund blandað (Atli Vikar, Sindri Andreas, Brynhildur, Bjartey)

6.    Sæti
Enqriue Snær Llorens   400m skriðsund
Sindri Andreas Bjarnasson 200 skriðsund
Guðbjörg Bjartey Guðmunsdóttir  100 fjórsund
Atli Vikar Ingimundarsson 100m flugsund
Ingibjörg Svava Magnúsardóttir 1500m skriðsund
4×50 skriðsund stelpur (Bjartey, Brynhildur, Ingibjörg, Ragnheiður)
4×100 skriðsund stelpur (Brynhildur, Ragnheiður, Bjartey, Ingibjörg)

7.    Sæti
Enrique Snær Llorens 1500m skriðsund og 200m flugsund
Sindri Andreas Bjarnasson 50m baksund og 400m skriðsund
Guðbjörg Bjartey Guðmundsdóttir 200m bringusund
Ragnheiður Karen Ólafsdóttir 100m bringusund
4×200 skriðsund strákar (Enrique, Atli Vikar, Sindri Andreas, Guðbjarni)

8.    Sæti
4×100 skriðsund strákar (Atli Vikar, Sindri Andreas, Guðbjarni, Enrique)
4×100 fjórsund strákar (Atli Vikar, Sindri Andreas, Ágúst, Einar Margeir)
4×50 fjórsund blandað (Sindri Andreas, Ragnheiður Karen, Atli Vikar, Brynhildur)