Landsbankamót í Bjarnalaug fyrir börn 10 ára og yngri og uppskeruhátíð sundmanna.
Þriðjudaginn 12. nóvember var haldið Landsbankamót í Bjarnalaug fyrir börn 10 ára og yngri og strax á eftir var uppskeruhátíð sundmanna haldin í Brekkubæjarskóla.
36 krakkar, 7 til 10 ára tóku þátt í mótinu og syntu tvær greinar.
Margir efnilegir og nýjir sundmenn sýndu að þau hafa náð miklum framförum í vetur og þau höfðu gaman af því að sýna foreldrum og öðrum áhorfendum árangur sinn.
Ekki síður fannst þeim gaman að fá heimsókn eldri sundmanna en þau Brynhildur, Sindri, Atli Vikar, Ágúst, Bjartey, Ragnheiður stungu sér í laugina og sýndu þeim nokkra spretti og tækni við sundið. Eftir mótið fóru þau svo í leiki með ungu sundmönnunum í lauginni.
Eftir mótið mættu krakkarnir svo á uppskeruhátíð sem haldin var í Brekkubæjarskóla og þar fengu þau öll þáttökuverðlaun og viðurkenningar voru veittar til eldri sundmanna.

Sundmaður Akraness: Brynhildur Traustadóttir
Brynhildur vann silfur verðlaun í 200, 400, 800 og 1500m skriðsundi á IM 25. Á íslandsmeistaramótinu í 50m laug vann hún þrjú bronsverðlaun í 200, 400 og 1500m skriðsundi þar sem hún synti á nýju Akranesmeti. Hún er fastamaður í landsliði íslands og fór fyrir hönd íslands að keppa á alþjóðlegu móti í Prag þar sem hún vann bronsverðlaun í 1500m skriðsundi. Á bikar 2019 átti hún hraðasta sundið í 400 og 800m skriðsundi og náði þar lágmarki á norðulandameistaramótið sem fer fram í Færeyjum núna í byrjun desember og verður gaman að fylgjast með henni þar. Sundmaður Akraness er mikil fyrirmynd og er dugleg að hjálpa og hvertja aðra áfram.

Félagabikarinn fékk Brynhildur Traustadóttir
Brynhildur er alltaf reiðubúin til að aðstoða aðra og er mikil fyrirmynd fyrir yngri sundmenn liðsins, Brynhildur er dugleg að hvetja liðsfélaga sína áfram bæði á æfingum og á sundmótum.
Bikarinn er veittur til minningar um þá Arnar Frey Sigurðsson og Karl Kristinn Kristjánsson.

Ingunnabikarinn er veittur fyrir stigahæsta bringusundið 12 ára og yngri
og er gefinn til minningar um Ingunni Guðlaugsdóttur.
Bikarinn hafnaði hjá Íris Örnu Ingvarsdóttur fyrir
100 bringusund á tímanum 1.39,16 sem gera 247 fina stig.

Viðurkenningu fyrir bestu ástundun og framfarir hlutu :
Meyjur: Íris Arna Ingvarsdóttir
Sveinar: Almar Sindri Glad Daniellson
Telpur: Auður María Larusdóttir
Drengir: Einar Margeir Ágústsson
Stúlkur: Lára Jakobína Gunnarsdóttir
Piltar: Enrique Snær Llorens

Viðurkenningu fyrir stigahæstu sundin hlutu:
Meyjur: Arna Karen Gísladóttir 252 stig, 50m skriðsund 36,30
Sveinar: Vikingur Geirdal 198 stig, 50m skriðsund 34,75
Telpur: Guðbjörg Bjartey Guðmundsdóttir
542 stig, 50m skriðsund 28.12
Drengir: Kristján Magnússon 451 stig, 200 skriðsund 2.09.57
Stúlkur : Ragnheiður Karen Olafsdóttir
591 stig, 50 bringusund 35.02
Piltar: Enrique Snær Llorens 583 stig, 400 skriðsund 4.13.93
Karlar: Sindri Andreas Bjarnasson 580 stig 400 skriðsund 4.14.42 Konur: Brynhildur Traustadóttir 708 stig 400 skriðsund 4.22.43