Guðbjörg Bjartey Guðmundsdóttir bætti 15 ára gamalt met á Haustmóti Fjölnis.

Laugardaginn 23. nóvember fóru 21 sundmenn frá Sundfélagi Akraness á Haustmót Fjölnis i Laugardalslaug. Mótið var fyrir sundmenn 14 ára og yngri og var gríðarlega stór hópur sem tók þátt þetta árið,  375 sundmenn frá 16 félögum um land allt.
Að venju stóðu krakkarnir frá Sundfélagi Akraness sig mjög vel, þau sýndu miklar framfarir og stemningin hjá þeim var mjög góð. Samtals voru 78 bætingar hjá þeim.

Guðbjörg Bjartey Guðmunsdóttir tók Akranesmet i telpna flokki (13-14 ára) i 50m flugsundi á tímanum 30.38, gamla metið var 31.12 sem Aþena Ragna Júliusdóttir átti frá 2004.
Guðbjörg Bjartey synti 4 greinar og sigraði i öllum.

Í 4×50 skriðsundboðsund unnu stelpurnar gull á tímanum 2.06.48, með Ingibjörgu Svövu Magnusardóttur, Kareni Káradóttur, Auðui Maríu Lárusdóttur og Guðbjörgu Bjartey Guðmundsdóttur.

Strákarnir voru i 4. sæti með þeim Guðbjarna Sigþórssyni, Adam Agnarssyni, Bjarna Snæ Skarphéðinssyni og Vikingi Geirdal Birnuson.

Ingibjörg Svava Magnúsardóttir vann 3 silfur og 1 brons.
Guðbjarni Sigþórsson  vann 1 silfur og 4 brons
Karen Karadóttir  vann 1 brons