Brynhildur Traustadóttir í fjórða sæti í 800m skriðsundi á Norðurlandameistaramóti

Þá er Norðurlandameistaramóti sem fram fór í Færeyjum lokið.
Brynhildur Traustadóttir bætti sig enn og aftur í 800m skriðsundi og hafnaði i 4 sæti en þetta er í þriðja skiptið í haust sem hún bætir tímann sinn í 800 metrum. Hún synti á timanum 9.09.37.

Í 400m skriðsundi synti hun við sinn besta tíma og var í 7. sæti á timanum 4.24.33.

Hún náði einnig 7 sæti í 200m skriðsundi en þar synti hún aðeins á eftir sínum besta tíma. Flott helgi hjá Brynhildi og íslenska landsliðinu.