Um 130 manns samankomnir á sundmóti í Bjarnalaug

Í gær var svo sannarlega fjör í Bjarnalaug en þá tóku 57 ungir sundmenn á aldrinum 7-10 ára frá IA og Aftureldingu þátt í sínu öðru móti af fjórum í mótaröð IA og Aftureldingar.

þetta er hluti af því að kenna ungum sundmönnum að taka þátt í sundmótum og gera þau öruggari fyrir því sem framundan er.

Eftir fyrsta mótið sem haldið var hjá Aftureldingu fjölgaði keppendum um 12 sem er mjög jákvætt.

Sennilega hefur fermetrafjöldinn í Bjarnalaug sjaldan verið eins vel nýttur en gera má ráð fyrir að um 130 manns hafi verið saman komnir á þessum skemmtilega degi.

Krakkarnir syntu tvær ferðir baksund og tvær ferðir skriðsund og stóðu þau sig mjög vel. Þetta er framtíðin okkar og verður spennandi að fylgjast með þeim áfram. Þriðja mótið hjá þeim verður svo haldið í Mosfellsbæ eftir áramót.