Tvö Akranesmet í telpna flokki (13-14 ára) á metamóti IRB sem fram fór í gær og í dag.

Tvö Akranesmet í telpna flokki  (13-14 ára) á metamóti IRB sem fram fór í gær og í dag.

Guðbjörg Bjartey Guðmundsdóttir bætti metið í 100m baksundi  (50m laug) þegar hún synti á 1.15.47. Gamla metið var 1.16.00 og það átti Daisy Heimsdóttir frá árinu 2004.

Ingibjörg Svava Magnúsardóttir setti met i 1500m skriðsundi (50m laug) á timanum 20.54.87, en gamla metið var 21.36.26 sem Brynhildur Traustadóttir setti i 2015.

Guðbjörg bætti sig líka í 200m baksundi á metamótinu
Enrique Snær Llorens Sigurðsson bætti sig i 50m og 200m skriðsundi.