Sundmaður ársins á Íslandi Anton Sveinn McKee, heimsótti tvo elstu sundhópana í SA í dag.

Einn af fremstu bringusundsmönnum heims og sundmaður ársins á Íslandi, Anton Sveinn McKee, heimsótti tvo elstu sundhópana í SA í dag.

Anton Sveinn ræddi við sundmennina m.a. um markmiðasetningu, mikilvægi svefns og hugarþjálfunar auk þess sem hann kynnti aðdragandann að umsóknum um háskólanám í Bandaríkjunum.

Einnig fór hann yfir tækniatriði t.d. í stungum og snúningum og sagði frá ýmsum „litlum“ atriðum sem getað hjálpað við að synda hraðar í bringusundi. 

Heimsóknin endaði á bringusundsæfingu þar sem Anton sagði sundmönnunum til. Það er mjög verðmætt að fá tilsögn hjá jafn góðum og reyndum sundmanni og Antoni og vonandi munu sundmennirnir í framtíðinni nýta sér það sem þeir lærðu í dag.

Takk Anton!