Enrique Snær með silfur á Reykjavik International sem fram fór um helgina
RIG- Reykjavík International Games 2020 var haldið í Laugardalslaug og átti sundfólkið okkar góða helgi.
Mótið var stórt og sterkt þar sem 315 keppendur tóku þátt og þar af 115 erlendir keppendur en lágmarkið til að komast inn á mótið var erfiðara þetta árið.
Sundfélag Akraness var með 9 keppendur og sáum við svo sannanlega að þau eru búin að leggja sig mikið fram á æfingum undanfarið, búin að æfa mikið og við erfiðar aðstæður. Æft var tvisvar i 50m laug i Hafnarfirði í janúar sem einnig skilar góðum árangri.
Mikill kraftur var í Enqriue Snæ og bætti hann sig í öllum 6 sundunum sínum um helgina, i 200m flugsundi vann hann silfur með 14 sek. bætingu á tímanum 2.22.27 Í fyrsta sæti var Evrópumeistari frá 2014 Viktor Bromer, sem einnig var sjötti á Ólympiuleikunum 2016 í sömu grein. Enrique synti líka til úrslita i 200m fjórsundi og 400m skriðsundi en þar var hann nr. 6 i báðum sundunum með góða bætingar. Hann synti líka í B-úrslitum i 100m flugsundi þar sem hann endaði nr. 2 á 1.4.43, sem gaf honum10. sæti i þessari grein.
Brynhildur Traustadóttir stór bætti sig i 800m skriðsundi á tímanum 9.27.22 sem var bæting upp á 16 sekúndur, og var 5. Hún var lika i 5. sæti i 200m skriðsundi á tímanum 2.10.64 sem var tveggja sekúndu bæting.
Guðbjörg Bjartey Guðmundsdóttir synti i B-úrslitum i 50m og 100m bringusundi. 100m bringusund var mjög sterkt og gott sund hjá henni með bætingu um 2 sek.á tímanum 1.18.95 sem er undir lágmarki fyrir unglingahóp SSI.
Ingibjörg Svava Magnúsardóttir synti með miklum kraft i langsundunum og bætti sig í öllum 7 sundunum sínum um helgina. Bestu bætingar hjá Ingibjörgu voru: 30 sek. bæting i 800m skriðsundi á tímanum 10.32.97 sem kom henni í 14. sæti og 17 sek bæting í 400m skriðsundi og hafnaði hún í 20. sæti.
Lára Jakobína Ringsted bætti sig i öllum 3 sundunum sínum. 0,3 sek.í 50m skriðsundi, sekúndu í 200m skriðsundi og 15 sek. í 800m skriðsundi.
Ragnheiður Karen Ólafsdóttir bætti sig um sekúndu 100m skriðsundi og 2 sek. í 100m flugsundi. Hún synti sig lika inn i úrslit í 100m bringusundi, en þar sem Ragnheiður er að byggja sig upp eftir meiðsli, var ákveðið að synda ekki aftur seinni partinn til að stefna batanum ekki í hættu .
Guðbjarni Sigþórsson synti 3 greinar og bætti sig i öllum. 5 sek i 100m skriðsundi, 15 sek. i 200m skriðsundi og 18 sek i 400m skriðsundi.
Sindri Andreas Bjarnasson synti í sprettsunds formi og bætti sig í 50m skriðsundi, 50m baksundi og 50m bringusundi á föstudeginum. Vegna smá veikinda var ákveðið að synda ekki úrslit á laugardag og sunnudag í þessum greinum.
Atli Vikar Ingimundarson keppti líka á föstudaginn og var aðeins eftir sinn besta tíma. En það er langt síðan Atli hefur átt svona góða tíma snemma í janúar og verður gaman að sjá framhaldið.