18 sundmenn fra S.A á æfingu í Ásvallalaug.

Í dag voru tveir elstu hóparnir í Sundfélagi Akraness á æfingu í Ásvallalaug, Hafnarfirði.
18 sundmenn fóru og þetta er í þriðja skipti í ár sem við heimsækjum Ásvallalaug til að æfa i 50m laug og er þetta ein besta aðstaða sem til er fyrir sundíþróttina á Íslandi.

Sundmenn og þjálfarar eru mjög ánægð með þetta tækifæri til að æfa og þökkum við Ásvallalaug og SH fyrir að gefa okkur tíma i lauginni.