Aðalfundur Sundfélags Akraness 2020 var haldinn þriðjudaginn 3. mars

Góð staða sundfélags Akraness

Aðalfundur Sundfélags Akraness 2020 var haldinn í hátíðarsalnum á Jaðarsbökkum þriðjudaginn 3. mars.

Fram fóru venjuleg aðalfundarstörf samkvæmt lögum félagsins.
Fundarstjórn var í höndum Marellu Steinsdóttur sem stýrði fundinum.
Fundurinn hófst með ávarpi formanns,

Ágústi Júlíussyni sem flutti skýrslu félagsins fyrir árið 2019. Fram kom í máli hans að starf félagsins er afar blómlegt með 382 iðkendur sem eru 87 flerir enn 2018 og fór hann yfir árangur iðkenda ásamt þeim viðurkenningum og verðlaunum sem þeir hafa fengið.

Ársreikningur félagsins var lagður fram af gjaldkera félagsins, Daníel Sigurðssyni sem samþykktur var einróma. Heildartekjur félagsins voru um 22,6 milljónir og heildarútgjöld voru um 22,4 milljónir og var tekjuafgangur því 234 þúsund sem staðfestir trausta stöðu félagsins.


Á fundinum gengu tveir úr stjórn, Svava Hrund Guðjónsdóttir og Kristín Björg Jónsdóttir meðstjórnandi. Í þeirra stað komu inn í stjórn Emilia Orlita og Nína Björk Gísladóttir. Endurkjörin í stjórn voru Ágúst Júlíusson formaður, Guðrún Guðbjarnadóttir, þórdís Bjarney Guðmundsdóttir, Daníel Sigurðsson og Ruth Jörgensdóttir. Fráfarandi stjórnarmenn fengu blómvönd í þakklætisskyni fyrir vel unnin störf í þágu félagsins.