Sundkrakkarnir duglegir að halda sér í formi heima.

Þá er fyrsta vikan án sundæfinga næstum liðin. Sundmenn eins og flestir aðrir íþróttamenn hafa af krafti æft þessa viku heima og ætla að halda því áfram í næstu viku.

Okkur langar sjálfsagt að komast í vatnið aftur og synda en nú höfum við tækifæri til að nýta tímann í æfingar sem við þurfum á að halda og getum bætt okkur í sem eru landæfingar. Til dæmis liðleika, krafti og fleira sem gerir okkur betri og betur undirbúin þegar við byrjum að synda aftur.

Það er mjög gaman að sjá alla sem eru úti að hreyfa sig yfir daginn, íþróttamenn og almenningur er greynilega mjög meðvitaður um hvað það gerir okkur gott að hreyfa okkur og vera úti hvort sem það er að hlaupa eða ganga.
Haldið þessu áfram og höfum það að leiðarljósi að hugsa vel um líkamann okkar , hreyfa sig og fá ferskt loft og það sérstaklega núna á þessum skrítnu tímum sem við erum að upplifa.