Upplýsingar vegna Sumarleika Sundfélags Akraness 12. – 14. júní.

Upplýsingar vegna Sumarleika Sundfélags Akraness 12. – 14. júní.

Um 340 sundmenn frá 13 liðum um allt land eru skráðir til leiks.
Keppnendalisti er kominn á splash og https://live.swimrankings.net/27751/#

Tímasetningar:
Föstudagur 12. júni                   
11-14 ára    Upphitun frá kl. 15.00-16.25   Keppni hefst 16.30

Laugardagur 13. júni
10 ára og yngri           Upphitun frá kl. 08.15-09.10  Keppni hefst 09.15
11-14 ára                    Upphitun frá kl. 12.40-13.40  Keppni  13.45

Sunnudagur 14. júni
10 ára og yngri            Upphitun frá kl. 08.00-08.40  Keppni hefst 08.45
11-14 ára                    Upphitun frá kl. 10.30-11.25  Keppni  hefst 11.30

Tímaáætlun fyrir mótið er á www.iasund.is

Jaðarsbakkar / áhorfendur
Áhorfendur nota ekki aðalinngang sundlaugarinnar og fara þess í stað að sundlaugarbakkanum um hliðarinngang (sjá mynd).

Ef fjölmennt er á bakkanum beinum við þeim tilmælum til viðstaddra að halda fjarlægð og vera eingöngu á svæðinu á meðan sundmaður er að synda.
Við bendum á að fylgjast með á facebooksíðu leikanna, þar koma uppfærða upplýsingar ef einhverjar breytingar verða : https://www.facebook.com/events/172341387487656/permalink/185001336221661/

Sjoppa / Arena
Sjoppa verður á annari hæð (hátíðasal) og er inngangur fótboltavallar-megin.
Boðið verður upp á kaffi, pasta, samlokur ofl.
Arena verður líka á sínum stað, svo hægt verður að kaupa sundgleraugu, sundskýlur /boli og annað frá Arena.