Á morgun föstudag hefst íslandsmeistaramótið í 50m laug

Á morgun föstudag hefst íslandsmeistaramótið í 50m laug. Það er haldið í Laugardalslaug Reykjavik.
Mótið stendur fram á sunnudag og er Sundfélag Akranes með fjórtán keppendur á mótinu þetta árið sem er mesti fjöldi sem náð hefur lágmörkum frá sundfélaginu síðustu 10 ár. Um 150 keppendur eru skráðir til leiks.

Mótið verður með örlítið breyttu sniði en vegna heimsfaraldurs COVID-19 veirunnar var ákveðið að synda allar greinar í beinum úrslitum í stað undanrása og úrslita eins og hefur tíðkast síðastliðin ár á þessu móti.

Mótið hefjast kl. 17.00 á föstudag og byrjar 16.30 á laugardag og sunnudag. Við hvetjum ykkur öll til að koma i Laugardalslaug og styðja fólkið okkar. Frekari upplýsingar má finna á heimasíðu SSI. 

Atli Vikar Ingimundarsson

Brynhildur Traustadóttir

Sindri Andreas Bjarnasson

Enrique Snær Llorens

Alex Benjamin Bjarnasson

Ragnheiður Karen Ólafsdóttir

Guðbjörg Bjartey Guðmundsdóttir

 

Ingibjörg Svava Magnúsardóttir

Karen Karadóttir

Aldís Thea Daníelsdóttir Glad

 

20171119_185901-2

Guðbjarni Sigþórsson

Einar Margeir Ágústsson

Sævar Berg Sigurðsson

Kristján Magnússon.