5 silfur og 7 brons á Íslandsmeistaramóti í 50m laug.

5 silfur og 7 brons á Íslandsmeistaramóti í 50m laug sem fram fór um helgina.

Íslandsmeistaramót í 50m laug fór fram um síðustu helgi í Laugardalslaug, Reykjavik .  Átti Sundfélag Akraness fjórtán keppendur á mótinu þetta árið sem er mesti fjöldi sem náð hefur lágmörkum frá sundfélaginu síðustu 10 ár. Alls tók 146 sundmenn þátt frá 14 félögum.

Mótið var með örlítið breyttu sniði þetta árið en vegna COVID-19 veirunnar var ákveðið að synda allar greinar í beinum úrslitum í stað undanrása og úrslita eins og hefur tíðkast síðastliðin ár á þessu móti.

Sundkrakkarnir áttu mjög góða helgi og stemningin í hópnum var mjög góð.
Sundfélagið uppskar 5 silfur og 7 bronsverðlaun.  Persónlegar bætingar voru alls 41 og áttum við topp 8. sæti alls 26 sinnum.

Boðsundin hjá krökkunum gengu mjög vel um helgina.
í 4x200m skriðsundi unnu strákarnir, Sindri Andreas Bjarnason, Enrique Snær Llorens Sigurðsson, Atli Vikar Ingimundarsson og Kristján Magnússon brons eftir harða keppni við IRB, okkar sundmenn komu i mark 0,28 sekundur á undan.
Í 4×100 skriðsundi náðu stelpurnar í brons. Sveitina skipuðu þær Guðbjörg Bjartey Guðmunsdóttir, Brynhildur Traustadóttir, Ragnheiður Karen Ólafsdóttir og Ingibjörg Svava Magnúsardóttir

Í 4x50m skrið boðsundi, blandaðri sveit settu þau Sindri Andreas Bjarnason, Atli Vikar Ingimundarsson, Guðbjörg Bjartey Guðmundsdóttir og Brynhildur Traustadóttir nýtt akranesmet á tímanum 1.46.97 og urðu í 4. sæti, gamla metið áttu þau Brynhildur, Ágúst, Ásgerður og Sævar Berg frá árinu 2017 á tímanum 1.48.21.
Guðbjarni Sigþórsson setti lika Akranesmet í 100m skriðsundi i flokki 13-14 ára á timanum 1.00.15, gamla metið var 1.00.97 og það átti Örn Viljar Kjartansson frá árinu 2005

Brynhildur Traustadóttir vann 3 silfur í 200m , 400m og 1500m skriðsundi, og náði brons í 800m skriðsundi.

Guðbjörg Bjartey Guðmunsdóttir fékk sín fyrstu verlaun á Íslandmeistramóti með silfri í 50m flugsundi og 50m bringusundi.

Enrique Snær Llorens Siguðrsson heldur áfram að bæta sig og vann brons i 400m skriðsundi, 200m og 400m fjórsundi.

Sindri Andreas Bjarnason vann sín fyrstu einstaklingsverðlaun á Íslandsmeistramóti, brons í 200m skriðsundi.

Það var mjög gaman að fylgjast með krökkunum sem voru að taka þátt í sínu fysta íslandsmeistaramóti.
Þau sýndu miklar framfarir og hlakkar okkur til að fylgjast með þeim áfram. Þeir sem tóku þátt i fyrsta skipti eru þau:

Úrslit helgarinnar hjá sundfélagi Akranes urðu þessi:

2.    Sæti
Brynhildur Traustadóttir 200, 400 og 1500m skriðsund
Guðbjörg Bjartey Guðmundsdóttir 50m bringusund og 50m flugsund

3. Sæti
Brynhildur Traustadóttir 800m skriðsund
Enrique Snær Llorens Sigurðsson 400m skriðsund, 200 og 400m fjórsund
Sindri Andreas Bjarnason 200m skriðsund
4x200m skriðsund (Sindri Andreas Bjarnasson, Enrique Snær Llorens Sigurðsson, Atli Vikar Ingimundarsson og Kristján Magnússon)
4x100m skriðsund ( Guðbjörg Bjartey Guðmunsdóttir, Brynhildur Traustadóttir, Ragnheiður Karen Ólafsdóttir og Ingibjörg Svava Magnúsardóttir)

4.    Sæti
Sindri Andreas Bjarnason 400 skriðsund
Enrique Snær Llorens Sigurðsson 800 skriðsund
Guðbjörg Bjartey Guðmundsdóttir 50 og 100 skriðsund
Ingibjörg Svava Magnúsardóttir 1500m skriðsund
4x200m skriðsund (Brynhildur Traustadóttir, Ingibjörg Svava Magnusardóttir, Ragnheiður Karen Ólafsdóttir, Guðbjörg Bjartey Guðmundsdóttir)

5.    Sæti
Enrique Snær Llorens Sigurðsson 200 flugsund
Sævar Berg Sigurðsson 50m bringusund
Guðbjörg Bjartey Guðmundsdóttir 50 og 100m bringusund
Ragnheiður Karen Ólafsdóttir 50m bringusund
4×100 skriðsund (Sindri Andreas Bjarnason, Atli Vikar Ingimundarsson, Enrique Snær Llorens og Kristján Magnússon)
4×100 fjórsund (Enrique Snær Llorens, Sindri Andreas Bjarnasson, Atli Vikar Ingimundarsson, Kristján Magnússon)

6.    Sæti
Sindri Andreas Bjarnason 100 skriðsund og 100 baksund
Atli Vikar Ingimundarsson 50 og 100 flugsund


7.    Sæti
Sindri Andreas Bjarnasson 50 skriðsund
Enrique Snær Llorens Sigurðsson 100 bringusund
4×100 skriðsund (Sævar Berg Sigurðsson, Alex Benjamin Bjarnason, Einar Margeir Ágústsson og Guðbjarni Sigþórsson)

8.    Sæti
Enrique Snær Llorens Sigurðsson 200 skriðsund
Karen Karadóttir 50m bringusund
4×100 fjórsund (Einar Margeir Ágústsson, Sævar Berg Sigurðsson, Guðbjarni Sigþórsson, Alex Benjamin Bjarnason)

Myndir fra Sundsamband Íslands