Í haust býður Sundfélag Akraness upp á Vatnsleikfimi, Skriðsundnámskeið og æfingahópa fyrir fullorðna (16 ára og eldri).
Í haust býður Sundfélag Akraness upp á Vatnsleikfimi, Skriðsundnámskeið og æfingahópa fyrir fullorðna (16 ára og eldri).
Fitness / Garpa hópur tvisvar í viku frá 7. september til 9. desember.
Heilsueflandi leið fyrir alla, fyrrverandi sundmenn, þá sem stunda þríþraut og alla þá sem finnst gaman að synda og vilja bæta sig í sundi.
Nauðsynlegt er að hafa náð ágætum tökum á skriðsundi fyrir þessar æfingar.
Tímarnir eru á mánudögum og miðvikudögum kl. 19.40-20.40 í Jaðarsbakkalaug.
þjálfari: Kjell Wormdal
Skriðsundnámskeið: (verð 14.000)
Kennslustundir eru tíu og er hver tími 45 mín.
Á námskeiðinu er farið í grunnatriði skriðsundsins, flot, öndun, líkamslegu, handatök og fótatök.
Skriðsundnámskeiðið hefst 8. september og kennt er á þriðjudögum og fimmtudögum kl.19.40. (Jaðarsbakkalaug)
Kennarar: Atli Vikar Ingimundarson og Sindri Andreas Bjarnason.
Vatnsleikfimi: (verð 14.000)
Vatnsleikfimi er góð alhliða þjálfunaraðferð fyrir þá sem glíma við verki í vöðvum og liðum. Hreyfingar í vatni leggja minna álag á liðamót líkamans þar sem hann er léttari í ofan í lauginni. Námskeiðið hentar einstaklingum á öllum aldri og fara allir á sinni eigin ákefð þar sem hægt er að létta og þyngja allar æfingarnar eftir þörfum hvers og eins.
Hópur 1:
þriðjudagar 18.30-19.15
Kennari: Siggi Skó.
Hópur 2:
Sunnudagar 14.00-14.40
Kennari: Hlín Hílmarsdóttir
Skráningar https://ia.felog.is
Nánari upplýsingar www.iasund.is eða sund@ia.is