Auglýsa í Útvarpi Akraness?
Pöntun á auglýsingu í Útvarpi AkranessÚtvarp Akraness hefur um árabil verið fastur liður í jólaundirbúningi Skagamanna. Útvarpað verður fyrstu helgina í aðventu, 27. – 29. nóvember. Útvarpið er ein mikilvægasta fjáröflun Sundfélagsins.
Sent verður út frá kl.13:00 á föstudegi til kl. 16:00 á sunnudegi frá Símenntunarmiðstöð Vesturlands við Akratorg.
Dagskráin er fjölbreytt, fræðandi og skemmtileg og allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi.
Hlustun er alltaf mjög mikil á Akranesi og víðar, jafnvel á fjarlægum slóðum.
Auglýsingar verða lesnar á hálftíma fresti, u.þ.b. 5-7 mínútur í senn. Eins og fyrri ár verður gjaldið hóflegt, 200 kr fyrir hvert lesið orð eða leikna sekúndu. Föst upphæð er greidd fyrir samlesnar jólakveðjur. Ykkur býðst að velja þann tíma sem hentar best.
Ef pantað er fyrir 20. nóvember 2020 er auka upplestur á auglýsingu innifalinn.
Þegar auglýsing hefur verið pöntuð verður sendur staðfestingarpóstur frá útvarpsnefnd.
Pöntun á auglýsingu: https://docs.google.com/forms/d/e/1FAIpQLSdXuUxBKwhcTgE4nLprBLaRVf8QQQG8scC8SzC9REwu84U8aw/viewform
Sendu okkur póst á netfangið auglysingutvarp@gmail.com eða á Facebooksíðu útvarpsins https://www.facebook.com/utvarpakranes til að fá frekari upplýsingar.
Hér fyrir neðan er skráningarform fyrir auglýsingarnar.
Með þökk fyrir stuðninginn á liðnum árum,
Útvarpsnefnd Sundfélags Akraness