IRB-ÍA mót
Í gær stungu 14 sundmenn frá Sundfélagi Akraness sér í laugina í Reykjanesbæ á fyrsta mótið siðan september. Elsti hópur sundfélags IA og IRB héldu mót í Reykjanesbæ og þar mættu um 30 sundmenn. Það var mikil eftirvænting og gleði og fullt af góðum bætingum sem staðfestir það að krakkarnir hafa verið duglegir að halda sér í formi á meðan laugin var lokuð og æfðu svo að kappi í lauginni þegar það var hægt.
Sundkrakkarnar voru mjög spennt að keppa loksins og spennustigið stundum það hátt að þjófstart var í hærri kantinum í byrjun, en getgátur voru líka um það að þar sem kalt hefur verið í veðri á Jaðarsbökkum þá hefur litið svigrúm verið til að bíða eftir starti heldur stinga sér sem fyrst eftir að á pallinn er komið.
Næsta keppni fyrir áfrekshópinn verður RIG 5-7 febrúar.