Sundfélag Akraness með 11 sundmenn á Reykjavík International Games – RIG 2021 sem fram fór um helgina í Laugardalslaug.

Guðbjörg Bjartey synti tvisvar undir lágmarki fyrir unglingalandslið SSI og hefur þar með tryggt sèr sæti áfram í hópnum.

Sundfélag Akraness var með 11 keppendur og sáum við svo sannanlega að þau eru búin að leggja sig mikið fram bæði í æfingum heima, meðan æfingabannið var og í lauginni eftir að æfingar hófust á ný.

Vegna takmarkanna mátti hver keppandi eingöngu keppa í þremur greinum á mótinu, og umhverfi var töluvert ólíkt því sem við eigum að venjast á sundmótum.
Sundsamband Íslands stóð sig mjög vel með skipulagningu og erum við mjög þakklát þeirri vinnu sem þau lögðu á sig til að hægt yrði að halda þetta mót með þeim takmörkunum sem gilda.

Sundfólkið stóð sig mjög vel í lauginni og margir syntu sig inn í úrslit.

100m skriðsundi karla var ein greinin sem gekk mjög vel og þar syntu fimm strákar undir mínútu, þar af þrír í fyrsta sinn. (Guðbjarni Sigþórsson, Einar Margeir Ágústsson, Alex Benjamin Bjarnasson) sem gaf okkur þrú úrslitasund hjá þeim Sindra Andreas, Einari Margeiri og Guðbjarna.

Úrslit IA krakkana voru eftirtalin :

2. Sæti
Guðbjörg Bjartey Guðmundsdóttir   100 skriðsund

3. Sæti
Enrique Snær Llorens Siguðrsson 200 & 400 fjórsund
Guðbjörg Bjartey Guðmundsdóttir 50m skriðsund
Karen Karadóttir 50m bringusund
Ragnheiður Karen Ólafsdóttir  100m bringusund
Sindri Andreas Bjarnasson  100m skriðsund

4. sæti
Erlend Magnusson  50m baksund
Enrique Snær Llorens Sigurðsson 400m skriðsund

5. sæti
Ragnheiður Karen Ólafsdóttir 400 fjórsund
Sindri Andreas Bjarnasson 50m skriðsund

Ingibjörg Svava Magnusardóttir 200m skriðsund
Karen Karadóttir   100m bringusund

6. Sæti
Sindri Andreas Bjarnasson 200m skriðsund

7. sæti
Ragnheiðiur Karen Ólafsdóttir 200 fjórsund
Guðbjörg Bjartey Guðmunsdóttir 200 skriðsund
Guðbjarni Sigþórsson  100m skriðsund

8. sæti
Einar Margeir Ágústsson 50m skriðsund, 100m skriðsund og  200m skriðsund
Karen Karadóttir 200m bringusund

Myndir: Sundsamband Islands