Smámót ÍA, Ármanns og UMFA var haldið í Laugardalslaug.

Í gær sunnudaginn 14. febrúar var yngra sundfólkið okkar að keppa í fyrsta sinn í langa tíma þegar Smámót ÍA, Ármanns og UMFA var haldið í Laugardalslaug.

18 sundmenn frá Akrnanesi á aldrinum 9-14 ára tóku þátt í þessu skemmtilega móti.
Margar flottar bætingar og skemmtileg sund, við erum mjög stolt af krökkunum okkar í sundfélagi Akranes, það er ekki alltaf einfalt að koma í stærri laugar og umhverfi en við erum vön.
Krakkarnir voru ánægð að fá loksins að fara á sundmót og gleðin og eftirvæntingin mikil.

Framtíðin er björt.

Við þökkum dómurum og tæknimönnum fyrir að hjálpa okkur að halda þetta mót í samstarfi með ÁrmannI og UMFA.