Vel heppnað Bárumót

Í gær, mánudaginn 15. mars fór fram árlegt innanfélagsmót, Bárumótið í Bjarnalaug.
Á mótinu eru krakkar á aldrinum 8-12 ára úr sundfélaginu að keppa.
Smá breytt fyrirkomulag var þetta árið þar sem ekki var hægt að bjóða  foreldrum að  horfa á eins og venjulega þar sem Bjarnalaug uppfyllir ekki kröfurnar sem eru í dag.

En krakkarnir létu það ekki trufla sig og syntu flott sund með skemmtilegu keppnisskapi, gleði og frábærum bætingum.

Mótið gekk mjög vel og sjá mátti miklar framfarir hjá þessum efnilegu sundmönnum en 33 keppendur stungu sér i laugina.

Allir keppendur fá verðlaunapening fyrir þátttökuna og stigahæsta stelpan og strákurinn fá farandabikara sem gefnir eru til minningar um Báru Daníelsdóttur.

Bárumeistarar 2021 eru þau Kajus Jatautas og Viktoria Emilia Orlita

Við hlökkum til að fylgjast með þessum efnilegu sundkrökkum í framtíðinni.