13 sundmenn frá S.A á Ásvallamóti

13 sundmenn, 14 ára og eldri frá S.A tóku þátt í Ásvallarmóti í Hafnarfirði um helgina. Alls tóku þátt  246 sundmenn frá 14 félögum.

Okkar sundmenn áttu góða helgi, tímarnir voru góðir miða við strangar æfingar núna hjá þeim elstu vegna íslandsmeistaramóts sem framundan er og fyrir yngstu keppendurna var þetta fyrsta 50m keppni síðan í mars í fyrra.  Krakkarnir bættu sig í 45 stungum af 58 sem er mjög flott.

Úrtslit voru þessi :

Silfur
Ragnheiður Karen Ólafsdóttir 200 fjórsund 16-17 ára

Brons :
Enrique Snær Llorens Sigurðsson  200 flugsund Opin flokk
Karen Karadóttir 200 bringusund  14-15 ára
Ragnheiður Karen Ólafsdóttir 200 bringusund 16-17 ára
Ragnheiður Karen Ólafsdóttir 100 baksund 16-17 ára
Guðbjarni Sigþórsson 100m skriðsund  15-16 ára