Fyrsta degi á ÍM lokið. Frábær árangur og þrjú Akranesmet.
Mjög góður dagur hjá okkar krökkum.Strákarnir stór bættu Akranesmetið í 4x200m skriðsundi á tímanum 8.19.87 og höfnuðu í 4. sæti, sveitina skipuðu þeir Enrique Snær, Sindri Andreas, Einar Margeir og Kristján.
Gamla metið síðan 2011, áttu þeir Jón Þór Hallgrímsson, Birgir Viktor Hannesson, Guðmundur Brynjar Júlíusson og Ágúst Júlíusson á timanum 8.23,55.
Sindri Andreas bætti lika Akranesmetið i 400m skriðsundi á timanum 4.17.16 og hafnaði i 5. sæti. Gamla metið átti Enrique Snær frá því í fyrra á tímanum 4.17.94.
Enrique Snær bætti svo sitt eigið Akranesmet frá því í fyrra um 0,79 sekundubrot á timanum 2.01.08.
Enrique Snær bætti sig í 100m flugsundi og hafnaði i 5. sæti á timanum 59.22.
Í 100m bringusundi stórbætti Einar Margeir sig um 6 sekundur í morgunhlutanum á timanum 1.09.84, hann var aðeins hægari í úrslitahlutanum á 1.11.95 og hafnaði í 5 sæti.
Ragnheiður Karen bætti sig í 50m skriðsundi á tímanum 28,71 og var lika í 5. sæti.
Karen Karadóttir var í 8 sæti i 200m bringusundi og var við sinn besta tíma. Í 50m skriðsundi endaði Sindri Andreas i 8. sæti.
Í morgunhlutanum bætti Guðbjarni Sigþórsson sig um 11. sekundur í 400m skriðsundi og Alex Benjamin og Kristján bættu sig i 50m skriðsundi.
Ingibjörg Svava Magnúsardóttir synti 400m skriðsund örlítið á eftir sínum besta tíma.