Tvö silfur og fimm Akranesmet á Íslandsmeistaramóti í 50m laug sem fram fór um helgina.

Íslandsmeistaramót í 50m laug fór fram um síðustu helgi í Laugardalslauginni í  Reykjavík .Sundfélag Akraness átti níu keppendur á mótinu þetta árið . Alls tók 175 sundmenn þátt frá 13 félögum.

Við erum afar þakklát fyrir gott skipulag SSI sem gerði það að verkum að hægt var að halda mótið á þessum tíma.

Sundkrakkarnir áttu mjög góða helgi og stemningin í hópnum var góð.
Sundfélagið uppskar 2 silfur og 5 Akranesmet .  Persónlegar bætingar voru 33 og vorum við í  topp 8. sæti alls 15 sinnum.

Enrique Snær Llorens Sigurðsson átti mjög góða helgi og vann silfur í 200m og 400m fjórsundi.
Í 400M fjórsundi var mjög hörð keppni milli þeirra Enrique og Veigars frá SH sem skiptust á um forrustuna allan tímann en Veigar var aðeins 0,9 á undan í lokin. Tími Enrique var 4.43.86 sem var bæting á eigin Akranemeti  frá því í fyrra um 6 sekundur. 
Í 200m fjórsundi synti Enrique á 2.12.81 sem er bæting um 3 sekúndur og nýtt Akranesmet. Gamla metið var 2.14.77 og það átti Hrafn Traustason frá árinu 2009.
Í 100m flugsundi varð hann í 5. sæti á timanum 59.22 og var í fyrsta skipti að synda undir mínútu í þessari grein og frábær bæting.

Sindri Andreas Bjarnasson átti góða helgi og bætti sig í öllum sundum og gerði tvö Akranesmet.
Hann varð í 4. sæti í 200m skriðsundi á tímanum 2.00.97 sem var bæting á Akranesmeti sem Enrique Snær gerði tveim dögum á undan.
Í 400m skriðsundi varð hann í 5. sæti og þar bætti hann sig um heilar 7 sekundur á tímanum 4.17.16 sem var bæting á Akranesmeti sem Enrique Snær átti frá þvi í fyrra.
Hann var líka í 5. sæti í 100m skriðsundi á tímanum 54.80 og í 8. sæti í 50m skriðsundi á timanum 25.48. Í þssum báðum sundum var þetta flottar bætingar.

Strákarnir stór bættu Akranesmetið í 4x200m skriðsundi á tímanum 8.19.87 og höfnuðu í 4. sæti, sveitina skipuðu þeir Enrique Snær, Sindri Andreas, Einar Margeir og Kristján.
Gamla metið síðan 2011, áttu þeir Jón Þór Hallgrímsson, Birgir Viktor Hannesson, Guðmundur Brynjar Júlíusson og Ágúst Júlíusson á timanum 8.23,55.

Einar Margeir Ágústsson sýndi miklar framfarir í bringusundi og bætti sig um 6 sekundur frá þvi í febrúar í 100m bringusundi á timanum 1.09.84 og varð þar með í 5. sæti.
Góð bæting í 50m bringsund á timanum 32.23 skilaði honum 6. sæti og hann varð nr. 7. í 200m bringusundi en þar hann synti við sína bestu tíma.
Í 100m skriðsundi bætti hann sig aðeins og synti á 58.18.

Guðbjarni Sigþórsson synti af miklum krafti um helgina og bætti sig í öllum skriðsundgreinum.
Í 400m skriðsundi um 11 sekundur á timanum 4.40,17.

200m skriðsundi bætti hann sig um 4 sekundum á timanum 2.09.35
100m skriðsundi um sekundu á timunum 57.50 og í 200m fjórsundi synti hann við sína bestu tíma.

Alex Benjamin Bjarnasson bætti sig lika í 50m og 100m skriðsundi. 
50m skriðsundi um 0,34 á tímanum 26.40
100m skriðsund um sekundu á timanum 58.52.

Kristján Magnússon synti 50m skriðsundi á 26.34, sem var bæting um hálfa sekundu.
Hann synti líka mjög goðan sprett í 4x200m boðsundi en þar var hann á tímanum 2.07 sem er 5 sekundum hraðar enn hann á.
Því miður þurfti Kristján og draga sig úr keppni á laugardag og sunnudag vegna veikinda.

Kristján Magnússon synti 50m skriðsundi á 26.34, sem var bæting um hálfa sekundu.
Hann synti líka mjög goðan sprett í 4x200m boðsundi en þar var hann á tímanum 2.07 sem er 5 sekundum hraðar enn hann á.
Því miður þurfti Kristján og draga sig úr keppni á laugardag og sunnudag vegna veikinda.

Ragnheiður Karen Ólafsdóttir synti sig marg oft inn í úrslit.
Hún var í 5. sæti i 50m skriðsundi á 28.71 sem er bæting um rúmlega sekúndu.
Í 50m flugsundi var hún í 6. sæti og við sína bestu tíma.
Hún var líka í úrslitum i 50m bringusundi, eftir undanúrslitin var ljóst að hún var í baráttusæti um verðlaun en því miður var hún aðeins of fljót af stað og var ógild með þjófstarti.
Hún átti líka sæti í úrslitum i 200m fjórsundi en valdi að draga sig út til að einbeita sér að 50m bringusundi þar sem það var stutt á milli sunda.

Karen Káradóttir synti þrisvar í úrslitum og þar varð hún  í 7. sæti í 50m bringusundi og 8. sæti í 200m bringsundi. 
Í 50m bringsund synti hún á timanum  38.61 aðeins á eftir sínum  besta tíma og í 200m brinsundi á 3.03.02 sem er við hennar besta tíma.
Í 100m brinusund synti hún á 1.24.58 sem er við hennar besta tíma og varð í 9 sæti en aðeins 8 hröðustu synda í úrslitum.


Ingibjörg Svava bætti sig í 100m skriðsundi á timanum 1.05.97 og synti við sinn besta tíma í 200m skriðsundi og 400m skriðsundi.
Vegna smá meiðsla varð hún að draga sig úr keppni í 800m skriðsundi.

Urslit helgarinnar hjá sundfélagi Akranes urðu þessi:

2.    Sæti
Enrique Snær Llorens Sigurðsson  200 og 400m fjórsund


4.    Sæti
Sindri Andreas Bjarnason 200 skriðsund
4×200 skriðsundi (Enrique Snær, Sindri Andreas, Einar Margeir og Kristján)

5.    Sæti
Enrique Snær Llorens Sigurðsson 100 flugsund
Sindri Andreas Bjarnasson   100 og 400m skriðsundi
Ragnheiður Karen Ólafsdóttir 50m skriðsundi
Einar Margeir Ágústson 100m bringusundi
4×100 skriðsund (Enrique Snær, Sindri Andreas, Guðbjarni, og Einar Margeir)

6.    Sæti
Ragnheiður Karen Ólafsdóttir   50m flugsund
Einar Margeir Ágústsson  50m bringusund
4×100 fjórsund  (Enrique Snær, Einar Margeir, Sindri Andreas, Guðbjarni)

7.    Sæti
Karen Karadóttir 50 bringusund
Einar Margeir Ágústsson  200 bringusund


8.    Sæti
Karen Kradóttir 200m bringusund
Sindri Andreas Bjarnason  50m skriðsundi

Stelpurnar í boðsundi þær Ragnheiður Karen Ólafsdóttir, Ingibjörg Svava Magnusardóttir, Karen Karadóttir og Lara Jakobina Ringsted urðu í 9 sæti í 4x100m skriðsundi og 10. sæti í 4x100m fjórsundi

Myndir frá Sundsamband Islands: