Landsbankamót IRB fór fram í Keflavik um helgina

Landsbankamót IRB fór fram í Keflavik um helgina og 20 sundmenn úr yngri hópum ÍA tóku þátt.
Mótið var eins og allt síðasta tímabil, einfalt og minna í sniðum en venjulega en mjög skemmtilegt mót.

Það var mjög gaman að sjá krakkana keppa og sjá þau sýna framfarir bæði með tímana sína og tækni. Næsta mót hjá krökkunum í SA er Akranesleikar 2. -4. júní.