Nú á dögunum skrifuðu sundmennirnir Sindri Andreas Bjarnason og Enrique Snær Llorens undir samning við sundfélag Akraness

Nú á dögunum skrifuðu sundmennirnir Sindri Andreas Bjarnason og Enrique Snær Llorens undir samning við sundfélag Akraness um úthlutun úr afreksjóði S.A.

Styrktaraðlilar Sundfélags Akraness fjármagna sjóðinn. Markmið sjóðsins er að styðja sundmenn fjárhagslega í afreksstarfi eins t.d. niðurgreiðslu á Íslandsmeistaramótum, landsliðsverkefnum og æfinga/keppnisferðum.

Stjórn S.A. stefnir að því að skrifa undir samning við fleiri sundmenn á næstu mánuðum.