Guðbjörg Bjartey á landsliðsæfingar
Sundfèlag Akranes átti einn fulltrúa, hana Guðbjörgu Bjartey á frábærum æfingadögum landsliðshópa á vegum SSI sem fram fór fimmtudaginn 8 og föstudaginn 9 september.
Fimmtudagurinn var notaður í mælingar í lauginni með Rangari Guðmundssyni (optimizer). Dagurinn í dag fór í vídeó upptökur, fræðslu og tvær æfingar í lauginni.Rúsínan í pylsuendanum var seinni æfing dagsins undir handleiðslu Ben Titley sem er Afreksþjálfari í Kanada. Við erum hæst ánægð með verkefnið, þar sem sundfólkið stóð sig með stakri prýði.