13 krakkar tóku þátt i sprengimóti Óðins á Akureyri um helgina.

13 krakkar tóku þátt i sprengimóti Óðins á Akureyri um helgina.Fyrstu sundmót tímabilsins eru alltaf spennandi og það var mjög gaman að koma loksins aftur á Sprengimótið eftir 2 ára bið.

Það var góð stemning, flott veður og mjög ánægjulegt að sjá svona frábær sund og bætingar í upphafi tímabils.Alls voru 59 bætingar á mótinu.
Samtals kom sundfólkið heim með 13 gull, 5 silfur og 6 brons.

Við þökkum Versluninni Einar Ólafsson fyrir að styrkja okkur með morgunmat yfir helgina.