26 sundmenn á Arenamót ægis og speedomót IRB
Viðburðarík helgi hjá okkur í Sundfélagi Akraness þar sem við tókum þátt í tveimur mótum.
16 sundmenn 13 ára og eldri tóku þátt í Arena móti Ægis sem fram fór í Laugardalslaug og 10 sundmenn 12 ára og yngri spreyttu sig á Speedomóti í Keflavík.
Arenamót Ægis:
Einar Margeir Ágústsson (16 ára) bætti Akranesmetið í piltaflokki (15-17ára) þar sem hann synti á 25.00, gamla metið átti Ágúst Júlíusson á tímanum 25.14 frá 17. nóvember 2006.
Sundfólkið átti mörg góð sund, með góðar bætingar siðan á Sprengimótinu sem var fyrir tveimur vikum.
Alls tóku sundmenn frá ÍA 11 gull, 14 silfur, 6 brons.
Speedomót :Þetta var fyrsta mótið hjá þessum aldursflokk í haust, mjög gaman að sjá þessa ungu krakka synda og bæta sig í tækni og hraða. Við hlökkum til að fylgjast með krökkunum áfram.