Extramóti SH

18 sundmenn frá Sundfélagi Akraness tóku þátt í Extramóti SH í Ásvallalaug í Hafnarfirði um helgina.

Um 280 keppendur frá 14 félögum tóku þátt.
Okkar sundmenn stóð sig afar vel og sýndu miklar framfarir bara síðan á síðasta móti sem var fyrir tveimur vikum og er það góð visbending um að okkar elstu krakkar ætla sér frábæra hluti á Íslandsmeistaramótinu í 25m laug sem fram fer í Ásvallalaug 13.-14. nóvember.

2 gull, 8 silfur og 7 brons voru niðurstaðan á þessu sterka móti.
Guðbjörg Bjartey Guðmundsdóttir sigraði í 100m skriðsund í 16-17 ára flokki og Karen Káradóttir hreppti gullið í 100m bringu í 14-15 ára flokki.

Aðrir sundmenn í verðlaunasæti voru:
Einar Margeir Ágústsson
Guðbjarni Sigþórsson
Enrique Snær Llorens Siguðrsson
Ragnheiður Karen Ólafsdóttir
Sindri Andreas Bjarnason