Tveir hópar í æfingabúðir um síðustu helgi.

Senn fer að liða að íslandsmeistaramóti og til að undirbúa sig fóru sundkrakkar frá ÍA í æfingabúðir ásamt sundkrökkum úr Aftureldingu.
Við fengum góða aðstöðu í innilaug hjá IRB í Keflavík sem var kærkomið til að geta æft m.a. stungur og fengið góðar leiðbeiningar frá þjálfara af bakkanum.Frá föstudegi til sunnudags voru 5 sundæfingar og 2 þrekæfingar. Krakkarnir stóðu sig vel og eru þau mjög spennt að fara á íslandsmestaramótið.

Annar hópur frá félaginu fór í æfingarbúðir í Borgarnesi og var það vel heppnuð ferð. Þau gistu eina nótt og fóru á 3 sundæfingar.

Stemningin var mjög góð og allir voru sammála um að þetta hafi verið vel heppnuð helgi. Við þökkum þjálfurum og farastjóra, starfsfólki sundmiðstöðvarinnar í Borgarnesi og Keflavik sem tóku afar vel á móti okkur.

Og ekki má gleyma IRB sem gerði það að verkum að við gætum æft í innilaug á milli þeirra æfinga um helgina.