Íslandsmeistaratitill, 2 silfur, 9 brons, 3 landsliðslágmörk og 8 Akranesmet á IM25
Frábær árangur hjá sundfólkin SA um helgina á Íslandsmeistaramóti í 25m laug. Íslandsmeistaratitill, 2 silfur, 9 brons, 3 landsliðslágmörk og 8 Akranesmet !
172 sundmenn frá 15 félögum um allt land tóku þátt í Íslandsmeistramóti í 25m laug sem fram fór í Ásvallalaug í Hafnarfirði helgina 12-14 nóvember.
Sundfélag Akraness var með níu sundmenn á mótinu, og við erum afar stolt af vinnunni sem krakkarnir eru búin að leggja á sig á æfingum síðasta árið sem hefur heldur betur skilað sér í frábærum árangri þessa helgi. Krakkarnir syntu 30 sinnum til úrslita sem eru flest úrslitasund á einu móti síðustu 10 ár og var þetta eitt af sterkustu íslandsmeistaramótum sem verið hefur.
Enrique Snær Llorens Sigurðsson varð Íslandsmeistrari í 400m fjórsundi á tímanum 4.28.34 sem er frábær tími. Þess má geta að aðeins 5 sundmenn á íslandi hafa synt þessa grein hraðar frá upphafi. Gamla Akranesmetið var 4.39.08 frá árið 2009. Tíminn var líka undir landsliðslágmarki fyrir Úrvalshóp hjá sundsambandi íslands.
Enrique átti mjög góða helgi, hann vann silfur í 200m fjórsundi á tímanum 2.07.48 sem er bæting á Akranesmeti sem Hrafn Traustasson setti 2009 á timanum 2.07.99.
Í 400m skriðsundi vann hann brons á timanum 4.03.08 og sló þar líka Akranesmet en gamla metið átti mótstjóri IM, Leifur Guðni Grétarsson á tímanum 4.10.68 frá árinu 2008.
Í 200m flugsundi bætti hann sig um heilar 4 sekúndur á tímanum 2.10.62 og hafnaði í þriðja sæti.
Einar Margeir Ágústsson vann brons í 100m bringusundi á tímanum 1.06.50 sem var aðeins lakari tími en hann synti í undanúrslitum en þar synti hann á timanum 1.05.32.
Í 200m bringusundI vann hann líka til bronsverðlauna á tímanum 2.23.37 sem er bæting upp á 4 sekundur frá SH mótinu sem var fyrir mánuði siðan.
Í 50m bringusundI varð hann nr. 4 á tímanum 29.54 sem er líka undir lágmarki fyrir unglingalandslið SSI og bæting á nýtt Akranesmet í opnum flokki, gamla metið átti Birgir Viktor Hanneson á 30.06 frá árinu 2011.
Einar bætti líka Akranesmetið í 50m skriðsundi, piltaflokki á tímanum 24.69, gamla metið átti Kristján Magnússon á 24.76 sem hann náði á föstudeginum.
Guðbjörg Bjartey Guðmundsdóttir vann til bronsverðlauna í 50m flugsundi á tímanum 29.54.
Hún synti sig líka inn í unglingalandslið SSI í 100m skriðsundi á tímanum 58.50, sem var bæting um 1,5 sekundu.
Bjartey keppti alls í 5 greinum á mótinu, átti flotta helgi og bætti sig í þeim öllum.
Ragnheiður Karen Ólafsdóttir vann til bronsverlauna í 100m bringusundi á tímanum 1.16.40.
Hún átti líka mjög góða helgi og varð 4. í 100m fjórsundi aðeins 0.06 frá bronsverðlaunum.
Í 200m bringusundi bætti hún sig um 5 sekúndur þegar hún synti á 2.48.43 og varð í 6. sæti.
Boðsundin voru spennandi og skemmtileg þessa helgi. Strákarnir gerðu sér lítið fyrir og syntu til verðlauna í öllum skriðsundboðsundunum.
Í 4x50m skriðsundi unnu þeir silfur en gullið vann SH sem jafnframt setti nýtt Íslandsmet.
Strákarnir fjórir Einar Margeir, Enrique Snær, Guðbjarni og Kristján syntu á 1.38.44. Í 4x200m skriðsundi unnu strákarnir brons og þá sveit skipuðu þeir Enrique Snær, Einar Margeir, Guðbjarni og Sindri Andreas.
Einnig unnu þeir brons í 4x100m skriðsundi og þar syntu Einar Margeir, Sindri Andreas, Kristján og Enrique Snær.
Stelpurnar unnu til bronsverðlauna í 4x50m skriðsundi og þar syntu Guðbjörg Bjartey, Karen, Ingibjörg og Ragnheiður Karen.
Við erum svo sannarlega með sterkan hóp eins og boðsundsveitirnar sýna.
Guðbjarni Sigþórsson átti mörg góð sund yfir helgina, og bætti sig mjög mikið í öllum greinum. Hann náði að synda sig inn í sitt fyrsta úrslitasund á Íslandsmeistramóti og náði inn í úrslit alls þrisvar sinnum þessa helgina.
Kristján Magnússon synti af miklum krafti og bætti sig í öllum sínum greinum.
Hann setti Akranesmet í 50m skriðsundi á föstudaginn á timanum 24.76, en Einar Margeir tók það til baka aftur á sunnudaginn.
Karen Káradóttir átti góða helgi og þá sérstaklega í baksundi þar sem hún bætti tímann sinn mjög mikið bæði í 50m baksundi og 100m baksundi. Húnn synti sig inn í úrslit í 100m bringusundi.
Ingibjörg Svava Magnúsardóttir synti mjög vel yfir helgina og var við sína bestu tímar sem er mjög góður árangur miða við að í ágúst /september var hún handleggsbrotin og gat ekki stundað æfingar.
Sindri Andreas Bjarnason synti af miklum krafti í skriðsundi og þá sérstaklega í 100m skriðsundi en þar synti hann á 52.65 sem var bæting um sekúndu og bara 0,5 frá Akranesmeti sem Ágúst Júlíusson á. Í boðsundi tók hann sprettinn á 51.73.
Þrjú Akranesmet vöru líka sett í boðsundi blandaðri sveit karla og kvenna.
Í 4x50m skriðsundi blandaðri sveit varð sveit nr.1 í 5. sæti á nýju Akranesmeti á tímanum 1.44.08.
Sveitina skipuðu þau Enrique Snær, Sindri Andreas, Guðbjörg Bjartey og Ragnheiður Karen.
Gamla metið var 1.45,47 og áttu það þau Atli Vikar Ingimundarsson, Ágúst Júlíusson, Una Lára Lárusdottir og Sólrún Sigþórsdóttir sett 2014
Sveit 2 var í 7 sæti á tímanum 1.48.66 sem var Akranesmet í 15-17 ára flokki, sveitina skipuðu þau Einar Margeir, Kristján, Karen, Ingibjörg Svava.
Gamla metið var 1.54.46 frá 2016 og það áttu þau Sindri Andreas Bjarnason, Erlend Magnússon, Brynhildur Traustadóttir og Una Lára Lárusdóttir
Í 4x50m fjórsundi var líka sett Akranesmet á tímanum á 1.57.07 en hana skipuðu þau Enrique Snær, Einar Margeir, Guðbjörg Bjartey og Ragnheiður Karen. Sveitin hafnaði í 4 sæti.
Gamla metið var 1.57.88 og það átti Una Lára Lárusdóttir, Sævar Berg Sigurðson, Ágúst Júlíusson og Brynhildur Traustadóttir.
Að lokum langar okkur að þakka SSI og SH fyrir frábært mót og utanumhald.
Öll urslitasund:
1. sæti Íslandsmeistari
400m fjórsund Enrique Snær Llorens Sigurðsson 4.28.34
2. sæti:
200 fjórsund Enrique Snær Llorens Sigurðsson 2.07.48
4×50 skriðsund Karla Einar Margeir, Enrique Snær ,Guðbjarni ,Krístjan 1.38.44
3. sæti
100m bringusund Einar Margeir Ágústsson 1.06.50
200m bringusund Einar Margeir Ágústsson 2.23.37
100m bringusund Ragnheiður Karen Ólafsdóttir 1.16.40
50m flugsund Guðbjörg Bjartey Guðmundsdóttir 29.53
400 skriðsund Enrique Snær Llorens Sigurðsson 4.03.08
200 flugsund Enrique Snær Llorens Sigurðsson 2.10.62
4×100 skriðsund karla Einar Margeir, Sindri Andreas, Krístjan, Enrique Snær 3.35.08
4×200 skriðsund karla Enrique Snær, Einar Margeir, Guðbjarni, Sindri Andreas 8.02.03
4×50 skriðsund konur Guðbjörg Bjartey, Karen, Ingibjörg Svava, Ragnheiður Karen 1.54.84
4 sæti
50m bringusund Einar Margeir Ágústsson 29.54
100m fjórsund Einar Margeir Ágústsson 1.01.02
100m fjórsund Ragnheiður Karen Ólafsdóttir 1.09.71
50m skriðsund Guðbjörg Bjartey Guðmunsdóttir 27.09
100m skriðsund Guðbjörg Bjartey Guðmundsdóttir 58.50
800 skriðsund Enrique Snær Llorens Sigurðsson 8.59.11
4×100 fjórsund karla: Kristján, Einar Margeir, Enrique Snær, Guðbjarni 4.06.19
4×50 fjórsund blandað Enrique Snær, Einar Margeir, Guðbjörg Bjartey, Ragnheiður Karen 1.56.07
4×100 skriðsund konur: Guðbjörg Bjartey, Ragnheiður Karen, Karen, Ingibjörg Svava 4.12.72
5. sæti
50m baksund Kristján Magnússon 29.14
100m baksund Kristján Magnússon 1.03.89
100m fjórsund Sindri Andreas Bjarnason 1.01.38
50m skriðsund Sindri Andreas Bjarnason 24.46
4×50 skriðsund blanað: Enrique Snær, Sindri Andreas, Guðbjörg Bjartey, Ragnheiður Karen 1.44.08
6. sæti
100m skriðsund Sindri Andreas Bjarnason 52.65
200m baksund Kristján Magnússon 2.19.95
200m skriðsund Kristján Magnússon 2.00.97
200m bringusund Ragnheiður Karen Ólafsdóttir 2.48.43
50m bringusund Ragnheiður Karen Ólafsdóttir 34.84
100m bringusund Karen Karadóttir 1.20.03
50m skriðsund Enrique Snær Llorens Sigurðsson 25.25
4×100 fjórsund konur Karen, Ragnheiður Karen, Guðbjörg Bjartey, Ingibjörg Svava 4.48.84
7. sæti
50m skriðsund Kristján Magnússon 24.95
4×50 skrið blandað Einar Margeir, Karen, Ingibjörg Svava, Kristjan 1.48.66
8. sæti
200m fjórsund Ragnheiður Karen Ólafsdóttir 2.36.04
50m baksund Guðbjarni Sigþórsson 30.66
200m baksund Guðbjarni Sigþórsson 2.23.89
4×50 fjórsund blandað Kristján, Karen, Sindri Andreas, Ingibjörg Svava 2.02.04
Myndir frá Sundsamband Íslands