Bikarkeppni SSI fór fram í Keflavík um helgina
Sundfélagið var með bæði karla og kvenna lið, krakkarnir stóðu sig mjög vel og margar góðar bætingar og flott sund.
Karlalið S.A. endaði í 4. sæti með 12184 stig sem er besti árangur hjá strákum síðan 2010. Liðið var skipað þeim Sindra Andreas Bjarnasyni, Enrique Snæ Llorens, Alex Benjamin Bjarnasyni, Kristjáni Magnússyni, Einari Margeiri Ágústsyni, Mateusz Kuptel, Guðbjarna Sigþórssyni, Víkingi Geirdal og Ágústi Júlíussyni.
Í 4x100m fjórsund boðsundi settu þeir Kristján, Einar, Enrique og Sindri nýtt Akranesmet á tímanum 4.00.28, gamla metið var 4.01.62 frá árinu 2017 og það átti Erlend Magnússon, Sævar Berg Sigursson, Ágúst Júlíusson og Atli Vikar Ingimundarson.
Stelpurnar höfnuðu í 5. sæti með 9834 stig, sem er einn af besta árangri síðustu ár. Liðið skipaði:Lára Jakobína Ringsted, Ragnheiður Karen Ólafsdóttir, Ingibjörg Svava Magnúsardóttir, Guðbjörg Bjartey Guðmundsdóttir, Karen Káradóttir, Helga Rós Ingimarsdóttir, Iris Arna Ingvarsdóttir, Arna Karen Gísladóttir og Sunna Dís Skarpheiðinsdóttir.