Sundmót Fjölnis. Fjögur Akranesmet og fullt af bætingum

Sundmót Fjölnis fór fram um helgina og Sundfélag Akraness var með 23 sundmenn á mótinu á aldrinum 9-20 ára.

Þetta var fyrsta mótið í tvö ár þar sem engar takmarkanir voru á keppnishaldi og langt siðan svona fjölmenni hefur verið á sundmóti.
Sundfólið okkur stóð sig afar vel og alls voru 79 bætingar í 87 sundum.

Enrique Snær Llorens Siguðsson bætti Akranesmetið í 100m baksundi þegar hann synti á tímanum 1.02.29, gamla var 1.03.76 sem Jón þór Hallgrimson átti frá árinu 2011.

Einar Margeir setti 3 Akranensmet í piltaflokki 15-17 ára
:100m flugsundi á timanum 1.00.76, gamla metið var 1.01.23 sem Ágúst Júliusson átti frá 2006.
100m skriðsund á timanum 55.26, gamla metið var 56.07 sem Gunnar Smári Jónbjörsson átti frá 2004.
200m skriðsund á timanum 2.02.44, sem Gunnar Smári átti einnig og var það frá árinu 2004 á 2.04.14.

Á mótinu vann okkar sundfólk 10 gullverðlaun, 5 silfur og 4 brons.
Það voru þau Enrique Snær, Einar Margeir, Kristján, Guðbjörg Bjartey og Arna Karen sem unnu til verlauna um helgina.

Næsta mót verður fyrir eldri hópinn okkar, Ásvallalaugarmót í Hafnarfirði 19-20 mars, og svo fyrir yngri sundmenn er á dagskrá Bárumótið i Bjarnalaug 31. mars.