19 sundmenn, 13 ára og eldri frá S.A tóku þátt í Ásvallarmóti í Hafnarfirði um helgina

19 sundmenn, 13 ára og eldri frá S.A tóku þátt í Ásvallarmóti í Hafnarfirði um helgina. Alls tóku þátt  270 sundmenn frá 15 félögum.

Okkar sundmenn áttu góða helgi, tvö Akranesmet og fullt af bætingum.

Bæði Akranesmetin voru í blönduðu boðsundi 15-17 ára:
4×50 fjórsundi synti Karen Karadóttir, Einar Margeir Ágústsson, Guðbjörg Bjartey Guðmundsdóttir og Kristján Mágnússon  á tímanum  2.00.90, gamla metið áttu Patrekur Björgvinsson, Birna Sjöfn Pétursdóttir, Atli Vikar Ingimundarsson og Júlia Björk Gunnarsdóttir á timanum 2.06.67 sett árið 2014.

4×50 skriðsundi syntu Einar Margeir Ágústsson, Kristján Mágnússon, Guðbjörg Bjartey Guðmundsdóttir og Ingibjörg Svava Mágnúsardóttir á timanum 1.48.06.  Una Lára Lárusdóttir,Patrekur Björgvinsson,  Júlia Björk Gunnarsdóttir og Atli Vikar Ingimundarsson áttu gamla metið sem var 1.52.43 og var líka frá árinu 2014.

Á mótinu unnu okkar sundfólk  4 gullverðlaun, 8 silfur og 4 brons.
Það voru þau Einar Margeir, Guðbjörg Bjartey, Kristján, Guðbjarni, Karen og Ingibjörg Svava sem unnu til verðlauna um helgina.

Guðbjörg Bjartey átti 6. besta afrekið hjá konum á mótinu fyrir 100m skriðsund og  Einar Margeir átti 10. besta áfrekið hjá körlum fyrir 100m bringusund.